Stuðlaberg - 01.11.2021, Side 16
16 STUÐLABERG 2/2021
Séra Hjálmar Jónsson messaði í Ögurkirkju
og af því tilefni gerði Jón Hallfreð nokkrar
vísur. Ein þeirra hljóðar þannig:
Hik og vafi á hugann snúa
er hitti ég tiginn gestinn.
Hvort skal ég nú þéra eða þúa
þingmanninn og prestinn?
Efnismikil bók, full af skemmtileg heitum.
Svo slógu þær í pönnur
Bókaútgáfan Angústúra hefur sent frá sér
bókina Koma jól? eftir Hallgrím Helgason
rit höfund. Teikningar gerir Rán Flygenring.
Þetta er vísnabók sem kallast á við bók
Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma, og minnir
líka svolítið á kveðskap Stefáns Ólafssonar í
Vallanesi. Bókin fjallar um ekki jólasveinana,
heldur systur þeirra, sem hafa verið undir-
okaðar og innilokaðar alla tíð og sinnt heim-
ilisstörfum í hellinum hjá foreldrum sínum,
Grýlu og Leppalúða. Þær rísa nú upp í anda
#metoo-hreyfingarinnar og leggja leið sína til
byggða fyrir jólin, fullar af
feminísku þori og hugar-
þreki:
Í aðdraganda aðventu
þær áttu saman fund
og náðu niðurstöðu:
Nú er okkar stund!
Og svo storma þær af
stað, hvergi smeykar:
Svo slógu þær í pönnur
og slökktu hlóðaglóð
en örkuðu með blysum
bræðra sinna slóð.
Systurnar fá sín nöfn, þær heita Grýlurós,
Töskubuska, Tertuglöð, Svangatöng og Korta -
sníkja, svo dæmi séu nefnd, en þær eru að
sjálfsögðu þrettán talsins.
Þetta er afar vönduð og skemmtileg bók,
ort af orðfærni og frumleika, full af skemmti-
legum vísunum, húmor og hlýju.
Hana vil ég gera glaða
Skúli Pálsson hefur
ort rímur af stígvélaða
kettinum. Þetta er gömul
og vel þekkt barnasaga
um kött sem með sniðug-
legheitum kemur eiganda
sínum, fátækum malara-
syni, til æðstu metorða.
Rímurnar eru sex, þær
hefjast allar á mansöng
eins og vera ber, sú fyrsta er ferskeytt, önnur
er baksneidd braghenda, þriðja er stuðla-
fall, fjórða stafhenda, fimmta stikluvik og sú
sjötta er ferskeytt eins og sú fyrsta. Rímurnar
eru gerðar af leikandi hagmælsku og skila
efninu prýðilega til lesandans. Aftast í bók-
inni er listi yfir heiti og kenningar sem þar
koma fyrir. Skúli notar allmikið af slíku orð-
skrúði, sem er vissulega óvenjulegt í kveð-
skap í dag, en virkar vel og gefur rímunum
skemmtilegt yfirbragð. Mansöngur annarrar
rímu hefst þannig:
Fantasíusögu skal ég segja ykkur,
var til gagns og gamans okkur
gjörður þessi rímnaflokkur.
Baugalín mig biður annan brag að kveða.
Hana vil ég gera glaða,
geisla fram í augun laða.
Og í rímunni segir frá för kattarins til
hallarinnar:
Hliða gættu hermenn sterkir hjörvum gyrðir.
Stöðva vildu strangir verðir
stígvélaða kattar ferðir.
Á þá hvessir augu, stígur ótrauð móti,
sperrir sig og spyrnir fæti
spjáturdýr með mannalæti.
Skemmtileg og vel gerð ríma, myndskreytt
af Karli Jóhanni Jónssyni. Frábær hugmynd
að yrkja heila rímu og skreyta hana með
heitum og kenningum eins og gert var í ár-
daga. Þetta er veisla fyrir rímnaáhugafólk.