Stuðlaberg - 01.11.2021, Blaðsíða 17

Stuðlaberg - 01.11.2021, Blaðsíða 17
STUÐLABERG 2/2021 17 Stúfur birtist óvænt Bókaútgáfan Bjartur hefur sent frá sér bókina Jóðl eftir Braga Valdi- mar Skúlason. Hann er þekktur fyrir skemmti- lega og grípandi söng- texta. Bókin Jóðl er stór og efnismikil, rúmlega hundrað og tuttugu blaðsíður. Hér birtast söngtextar Braga Valdimars, lausavísur og kvæði um allt milli himins og jarðar. Mikið er um vísanir í ljóðaarfinn, þekkt kvæði góð- skálda teygð og toguð fram og aftur. Kvæði, sem heitir Afi minn og amma, hefst þannig: Afi minn og amma eru sæt og fín. Úti á bakka búa með öll bætiefnin sín. Amma eldar kjötfars og afi tyggur skro og gengur um í grænum inniskóm sem gjarnan mætti þvo. Stúf hendur fjalla um minnsta jólasveininn: Stúfur birtist óvænt, eftir enga bið — á mettíma úr móðurkvið. Grýla hafði gengið um á gömlum serk — möglað yfir magaverk. Lúði tók hann léttvægan í loðinn hramm — varla meir en milligramm. Hanteraði hikandi í höndum sér: — „Þetta’ er ekki undan mér!“ Bragi Valdimar setur tvær stúfhendur saman í fjögurra lína erindi og kvæðið fjallar um Stúf og vandamál hans og niðurstaðan kemur á óvart. Jóðl er afar fjölbreytt og skemmtileg bók, full af óvæntum sjónarhornum. Kveðskapur sem léttir lundina. Seiðurinn kallar á mig Bókaútgáfan Sæmundur hef ur sent frá sér bókina Orðinn að vissu eftir Sigurð Kristjáns- son. Bókin er að mestu leyti hefðbundin. Hún er efnismikil, meira en 130 blaðsíður. Sigurður yrkir um lífið og tilveruna, ljóðin einkennast af íhugun og inn- sæi, vel gerð og vönduð. Höfundur- inn hefur, að því segir á bókarkápu, meðal annars fengist við grjót- hleðslu eins og kemur fram í sumum ljóðunum. Skoðum ljóð sem ber heitið Nokkur orð úr grjóthleðsluverki við bæinn á Þingvöllum: Sagan blundar við sérhvert fótmál seiðurinn kallar á mig, handan við lundinn og tjaldskör tímans tilvera minnir á sig, skálda sem geymdu auð sinn í orðum, áttu við ljóðadís mót. Við höfugan gróðurilm hugmyndir vakna, ég hlýt þær að meitla í grjót. Þetta er vel unnin bók. Vonirnar dámlíkar díóðuljósum Bókafélagið hefur gefið út bókina Aðkvæða eftir séra Braga J. Ingibergs- son. Þetta er efnismikil bók, rösk- lega sextíu ljóð, ort af vandvirkni og næmri til finningu fyrir bragnum. Yrkisefnin eru margvísleg, þetta er fyrsta ljóðabók höfundar, safn frá heilli ævi og kemur út í tilefni af sextugsafmælinu. Skoðum ljóð sem nefnist Útrás: Séra Bragi hefur vandað til verka. Hann yrkir af kunnáttu og fimi, bragurinn verður í höndum hans leikandi léttur og fallegur, efnistökin bera vott um innsæi og fágaðan smekk. Aðkvæða er góð bók. RIA. Ef skynjun hið innra er garður án gáttar með gráleitu rökkri og litlausum blómum, er þráin svo rík eftir rísandi hljómum sem rásina gefa til bjartari áttar. Og vonirnar dámlíkar díóðuljósum þá dreifa þar blæfögrum regnbogans tónum og læðast um garðinn á skínandi skónum að skera burt myrkrið frá einmana rósum.

x

Stuðlaberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.