Stuðlaberg - 01.11.2021, Qupperneq 30
30 STUÐLABERG 2/2021
Að ríma sér til skemmtunar
Jón Kristjánsson segir frá vísnagerð þingmanna
Ég tók sæti á Alþingi Íslendinga sem
aðalmaður um miðjan níunda áratug síð-
ustu aldar og hafði þá komið þar nokkrum
sinnum inn sem varamaður. Satt að segja eru
mér ekki minnisstæðar miklar yrkingar frá
þessum fyrstu árum. Hins vegar var alltaf
haldið fast í þá venju að bannað var að taka
til máls í þingveislum, nema í bundnu máli.
Það kom hins vegar fyrir að þingmenn komu
með kvæðabálka að heiman sem fjölluðu
gjarna um viðkvæm pólitísk mál. Ég minnist
langrar ádrepu eftir Stefán Valgeirsson, sem
var innlegg í umræðu um Evrópusambandið
Eins kvaddi Brynhildur Jóhannsdóttir, eigin-
kona Alberts Guðmundssonar, sér einhvern
tímann hljóðs og fór með kvæði sem var inn-
legg í stjórnmálaumræðu dagsins.
Fleiri gátu þó kastað fram vísum og man
ég eftir Halldóri Blöndal, Páli Péturssyni og
Steingrími J. Sigfússyni á þeim vettvangi.
Sighvatur Björgvinsson kom fljótlega til
leiks. Hins vegar held ég að mesti hæfileika-
maðurinn á þessu sviði hafi verið Friðjón
Þórðarson, en honum var lýrikin úr Dölum
í blóð borin. Eins má rifja upp að Ólafur
Þórðarson, þáverandi þingmaður Vest-
firðinga, bjó með endur uppi í Reykholtsdal,
nánar tiltekið á Vilmundarstöðum. Það kom
salmonella í þessar endur og þurfti að lóga
þeim. Þingveisla var um þessar mundir og
ekki vildi betur til en svo að það voru endur
í matinn. Þetta leiddi af sér að margir gerð-
ust hagyrðingar og fóru með leirburð sem
var engan veginn hæfur við matarborð. Þá
kvaddi Friðjón Dalamaður sér hljóðs og fór
með eftirfarandi vísu:
Þegar vermir vorsins hönd
vetrardægrin ljósu
kemur hingað ofnsteikt önd
undir berjasósu.
Þessi vísa fannst mér vera eins og hvít dúfa
inn í allan leirburðinn. Ég náði að vera sam-
tíða Stefáni Jónssyni fréttamanni þegar ég
kom fyrst inn sem varamaður. Hann var mik-
ill sögumaður og hagyrðingur og orti gjarna
í orðastað annarra, samanber vísu sem hann
lagði í munn Jóni Pálmasyni, sem var glað-
beittur sveitarhöfðingi frá Akri í Húnaþingi.
Vísan var á þessa leið:
Oft ég hugsa heim til þín,
helst þegar ég er rakur.
Blessuð sértu sveitin mín,
sérstaklega Akur.
Stefán Guðmundsson var mikill mála-
fylgjumaður og vaskur baráttumaður fyrir
kjördæmið, þar með talda heimabyggð sína,
Sauðárkrók. Ekki man ég nákvæmlega hvert
málið var, að öðru leyti en því að það fjallaði
R
ag
nh
ild
u
r
A
ða
ls
te
in
sd
ót
ti
r
Jón sat á Alþingi frá 1984 til 2007 og var
heil brigðis- og félagsmálaráðherra í fimm ár.