Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Blaðsíða 2

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Blaðsíða 2
2 Framkvæmdafréttir nr. 726 4. tbl. 31. árg. Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri Höfuðborgarsvæðis Vegagerðarinnar, Ari Sigurðsson, forstjóri Loftorku, og Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, skrifuðu undir verksamning í húsakynnum Vegagerðarinnar þann 28. júlí. Verkið snýst um þriðja áfanga Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Um er að ræða nýbygginu vegar á um 1,9 km kafla, auk þess sem byggð verða brúarmannvirki og undirgöng. Undirbúningur hófst strax en fyrsta skóflustungan var tekin 23. ágúst. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra stýrði þá stærðarinnar gröfu til að marka upphaf framkvæmdanna. Við það tækifæri sagði hann: „Það er ánægjulegt að framkvæmdir á Arnarnesvegi séu hafnar því þessi nýja leið mun létta á umferð við Vatnsendaveg og stytta ferðatíma fólks. Auk þess munu undirgöng, brýr og göngu- og hjólastígar verða mikil samgöngubót og stórt umferðaröryggismál fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.“ Markmiðið með framkvæmdinni er að auka umferðaröryggi og stytta ferðatíma, auk þess að létta verulega á umferð um Vatnsendaveg en í Kópavogi, austan Reykjanesbrautar, búa hátt í 15 þúsund manns. Vegkaflinn mun bæta til muna viðbragðstíma fyrir neyðaraðila í efri byggðum Kópavogs og Reykjavíkur. Áætluð verklok eru í ágúst 2026. Skrifað undir verksamning vegna Arnarnesvegar Fyrsta skóflustungan tekin 23. ágúst↑ Séð til norðausturs eftir nýjum Arnarnesvegi. ↓ Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni, Ari Sigurðsson, forstjóri Loftorku og Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.