Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Blaðsíða 21
Framkvæmdafréttir nr. 726
4. tbl. 31. árg.
21
Meðan á framkvæmdum stendur verður gerð hjáleið
ofan vegar, norðan við Skarðsá, en árfarvegur hennar
verður færður um 18 m norðar, jafnframt því sem
hann verður dýpkaður talsvert og formaður að nýju,
beggja megin vegar. Gert er ráð fyrir að halda umferð á
núverandi vegi yfir veturinn 2023-2024.
Vatnsnesvegur er 70 kílómetra malarvegur frá
Hvammstanga og út fyrir Vatnsnes. Vegurinn hefur
verið til umfjöllunar síðustu ár enda ástand hans oft
slæmt, ekki síst í vætutíð. Nokkur umferð er um veginn,
íbúar á Vatnsnesi fara um hann daglega, meðal annars
skólabíll, og ferðamenn aka hann til að skoða til dæmis
Hvítserk og seli. Umferðin á þessum slóðum var árið
2021 um 148 bílar á sólarhring yfir allt árið, en yfir
sumartímann óku þar um 272 bílar á sólarhring.
Vegagerðin hefur samið við Þrótt ehf. á Akranesi
um framkvæmd verksins, en Þróttur bauð 455 milljónir
króna í verkið sem var um 30 milljónum króna lægra
en áætlaður verktakakostnaður. Framkvæmdir hófust
í júlí 2023. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. september
2024.
Helstu magntölur eru:
→ Bergskeringar 37.600 m3
→ Fylling úr skeringum 12.400 m3
→ Fylling úr námum 11.400 m3
→ Fláafleygar úr skeringum 27.100 m3
→ Ónothæfu efni jafnað á losunarstað 5.000 m3
→ Skurðgröftur 835 m3
→ Ræsalögn 560 m
→ Styrktarlag 31.300 m3
→ Burðarlag 10.450 m3
→ Tvöföld klæðing 46.000 m2
→ Frágangur fláa 138.200 m2
→ Víravegrið 240 m
↓
Yfirlitsmynd af framkvæmdasvæðinu sem
nær yfir 7,1 km frá núverandi slitlagi við
Ytri-Bæjarlæk norðan Kárastaða og norður
fyrir Krossvallalæk norðan við Skarð.