Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Blaðsíða 19

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Blaðsíða 19
Framkvæmdafréttir nr. 726 4. tbl. 31. árg. 19 Eldgosið hófst þann 10. júlí síðastliðinn og fljótlega varð ljóst að möguleiki væri á að hraun rynni yfir Suðurstrandarveg. Settar voru upp nokkrar sviðsmyndir varðandi hraunflæðið, í samstarfi við Verkís, þar sem skoðað var til hvaða aðgerða Vegagerðin gæti ráðist í til að lágmarka tjón á veginum. Eitt af því sem kom til greina var að reisa leiðigarða en hvað fæst með því að reisa slíka garða? „Leiðigarðar minnka áhrif hraunsins á veginn sjálfan og hraunið ætti þá að renna yfir styttri vegkafla en ella. Bæði verður þá minna tjón á veginum og auðveldara verður að koma á vegsambandi aftur þegar gosi líkur. Ef hraun flæðir óhindrað yfir vegi, er hætta á að margir kílómetrar fari undir hraun. Með því að byggja leiðigarða eru meiri líkur á að hægt sé að hafa einhverja stjórn á hvert hraunið rennur og freista þess að færri kílómetrar af vegi fari undir hraun, með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn,” segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin og jarðhræringar á Reykjanesskaga Vegagerðin fylgdist grannt með hraunflæði frá eldgosinu við Litla-Hrút á Reykjanesskaga meðan það stóð yfir, sér í lagi með tilliti til Suðurstrandarvegar. Til skoðunar var m.a. að reisa leiðigarða til að freista þess að beina hraunrennslinu yfir veginn á eins stuttum kafla og talið er mögulegt, hefði sú staða komið upp. Aðgerðir vegna gossins Þegar gosið braust út og stærð þess og staðsetning lá fyrir var ljóst að búast mátti við meiri umferð um Reykjanesbrautina, Grindavíkurveg og Suðurstrandarveg. Vegagerðin flýtti framkvæmdum við Krýsuvíkurveg vegna gossins, til að vegurinn væri betur í stakk búinn til að taka á móti aukinni umferð. Vegurinn var styrktur og bættur á um 1,3 km kafla í júlí síðastliðnum. Samhliða voru sett upp fleiri víravegrið á veginum til að auka umferðaröryggi. Á næstunni verður sett upp veðurstöð, myndavél og umferðarteljari við Krýsuvíkurveg til að hægt sé að fylgjast betur með veðri, færð og umferð. Þá var ráðist í endurbætur á veginum við Festarfjall til að bæta umferðaröryggi en jarðskjálftarnir í upphafi jarðhræringanna á Reykjanesi höfðu valdið nokkru tjóni á veginum. Vegurinn var breikkaður um 2 metra en með því móti er umferðinni beint nær fjallinu en áður var gert. Þá er stefnt að því að styrkja fláafótinn. Starfsfólk Vegagerðarinnar kom einnig að samstarfi með viðbragðsaðilum á svæðinu og skipulag á opnunum og lokunum á vegslóðum í nágrenni við gosið og miðlun upplýsinga til almennings. ↘ Starfsfólk Vegagerðarinnar skoðaði aðstæður við Suðurstrandarveg í júlí síðastliðnum. ↓ Leiðigarðar gætu beint hraunrennsli yfir styttri vegkafla en ella.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.