Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Blaðsíða 12

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Blaðsíða 12
12 Framkvæmdafréttir nr. 726 4. tbl. 31. árg. Með þeim í því verkefni voru þeir Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, og Jón Bjarnason, oddviti Hrunamannahrepps, en Stóra-Laxá liggur á mörkum sveitarfélaganna tveggja. Hefð er fyrir því að ráðherra fari fyrstur yfir brýr eftir formlega opnun en í þetta sinn fengu börn af svæðinu þann heiður. Fararskjótarnir voru forláta kassabílar sem þeir Haraldur og Jón ýttu yfir brúna. Börn í kassabílum fyrst yfir nýja brú yfir Stóru-Laxá Ný tvíbreið brú yfir Stóru-Laxá í Hreppum var opnuð formleg 13. júlí síðastliðinn. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, héldu stuttar ræður áður en þau klipptu á borða til að marka hina formlegu opnun. Skeiða- og Hrunamannavegur (30) um Stóru Laxá Ný tvíbreið brú yfir Stóru-Laxá var opnuð fyrir umferð 25. júní 2023. Hún kemur í stað einbreiðrar 120 m langrar brúar frá árinu 1985. Umferðaröryggi eykst til muna með tilkomu brúarinnar. Samgöngur um Skeiða- og Hrunamannaveg verða mun greiðari en umferð hefur aukist töluvert á þessu svæði síðustu ár, sér í lagi með tilkomu aukins ferðamannastraums. Verkið sem Vegagerðin bauð út bar heitið; Skeiða- og Hrunamannavegur (30) um Stóru-Laxá. Í því fólst bygging brúar yfir Stóru-Laxá, gerð nýs vegkafla Skeiða- og Hrunamannavegar (30) beggja vegna, breikkun vegamóta við Skarðsveg og við Auðsholtsveg og gerð reiðstígs. Nýja brúin er til hliðar við gömlu brúna, tvíbreið, staðsteypt, eftirspennt bitabrú, 145 m löng í fjórum höfum. Lengd vegkafla er rúmlega 1000 m og lengd reiðstígs rúmir 300 m. ↑ Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, og Jón Bjarnason, oddviti Hrunamannahrepps, öttu kappi í kassabílarallýi yfir brúna. ↗ Heiðurmennirnir Matthías Sigvaldason og Þorvarður Hjaltason með skæravörðunum Rakel Sigurðurðardóttur og Steinþóri Kára Sigfússyni. → Ný brú yfir Stóru-Laxá var formlega opnuð 13. júlí 2023. Gamla brúin mun þjóna hlutverki göngu- og reiðbrúar.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.