Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Blaðsíða 8

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Blaðsíða 8
8 Framkvæmdafréttir nr. 726 4. tbl. 31. árg. „Ég baka allt nema samlokubrauðið. Reyndar finnst mér strákarnir ekki borða nógu mikið af því, ég myndi vilja baka miklu meira,“ segir Hrefna glettin og hellir kaffi í bolla. Hún segist vera hálfgerður síðasti móhíkani hjá Vegagerðinni. „Ég er 67 ára og vonast til að fá að starfa til sjötugs, en ég efast um að nokkur verði ráðinn Elskar að keyra með harmóníkutónlist í botni í minn stað þegar ég hætti,“ segir Hrefna en sú var tíðin að Vegagerðin gerði út mikinn fjölda vinnuflokka um allt land, bæði vegavinnuflokka og brúarvinnuflokka og voru ráðskonur með hverjum þeirra. Hrefna er hins vegar eini matráðurinn sem enn er starfandi hjá vinnuvinnuflokki á vegum Vegagerðarinnar. Í fagurgrænum eldhúsgám stendur Hrefna Magnúsdóttir, matráður brúarvinnuflokks Vegagerðarinnar, yfir ilmandi súpupotti. Hún er að undirbúa hádegismatinn fyrir samstarfsfélaga sína sem eru að byggja bráðabirgðabrú yfir Ferjukotssíki í Borgarfirði. Hún tekur brosandi á móti blaðamanni Framkvæmdafrétta, býður honum sæti í matsalnum og dregur fram heimabakað vínarbrauð og marmaraköku. ↑ Hrefna með hluta af brúarvinnuflokknum sínum. F.v. Garðar Ingvarsson, Liam John Michael Killa og Guðmundur Ísak Pálsson, Hrefna, Birgir Þór Brynjarsson og Kári Gunnarsson.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.