Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Blaðsíða 4

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Blaðsíða 4
4 Framkvæmdafréttir nr. 726 4. tbl. 31. árg. Höfundur: Daði Ottossón Eflu Ferðavenjukannanir og rannsóknir sýna að sá þáttur sem dregur einna mest úr líkum þess að fólk noti vistvæna ferðamáta er einkabílaeign og hefur það áhrif á næstum alla þætti þess hvernig við ferðumst daglega. Ísland er engin undantekning á því – einkabílaeign er mikil á höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali er 1,7 bíll á heimili, sem samsvarar næstum einum bíl á hvern fullorðinn einstakling. Nýlegar ferðavenjukannanir á höfuðborgarsvæðinu sýna að um 60% ferða eru farnar á einkabíl og því fleiri sem bílarnir eru á heimili, því færri ferðir eru farnar með vistvænum hætti, líkt og sjá má á mynd 2. Jákvæðar niðurstöður af inn- leiðingu deilibíla í Reykjavík Deilibílar urðu fyrst aðgengilegir á höfuðborgarsvæðinu haustið 2017 þegar deilibílaþjónustan Zipcar hóf rekstur í Reykjavík. EFLA rannsakaði áhrif deilibílanna á ferðahegðun og einkabílaeign notenda þjónustunnar. Rannsóknin var styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og voru fyrstu niðurstöður kynntar á rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar árið 2020. ↓ Mynd 1: Zipcar deilibíll Í Hafnarfirði (mynd frá Hafnarfjarðarbæ). Deilibílaþjónusta er alls ekki ný af nálinni. Deilibílar hafa verið til í einni eða annarri mynd í Evrópu í yfir 40 ár og síðan þá en þróast mikið og vaxið um allan heim. Rannsóknir hafa sýnt fram á að kostir deilibíla eru ótvíræðir, t.d. draga þeir úr umferð og koma í stað allt að 5-15 einkabíla. Að deila bíl stuðlar einnig að betri landnotkun en einkabíllinn situr óhreyfður í bílastæði 95% af líftíma sínum. Aðgengi að deilibíl er því mikilvægur liður í að auðvelda íbúum að lifa án einkabílsins eða eiga færri einkabíla. 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Enginn bíll Einn bíll Þrír bílar Fjórir + bílar Tveir bílar Ferðamáti eftir fjölda bíla á heimili Akandi (sem bílstjóri) Hjólandi og gangandi ↓ Mynd 2: Ferðamáti eftir fjölda bíla á heimili (Niðurstöður ferðavenjukönnunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2019 (Gallup 2020)).

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.