Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Blaðsíða 24
24 Framkvæmdafréttir nr. 726
4. tbl. 31. árg.
Niðurstöður útboða
Vatnsdalsvegur (722),
Hringvegur – Undirfell og
Svínvetningabraut(731),
Kaldakinn – Tindar, hönnun
Opnun tilboða 15. ágúst 2023. Vegagerðin bauð út for- og verkhönnun
fyrir endurbyggingu Vatnsdalsvegar (722) frá Hringvegi að Undirfelli
og Svínvetningabrautar frá Köldukinn að Tindum. Verkið felst í því
að for- og verkhanna Vatnsdalsveg á um 14,3 km langri leið frá
Hringvegi að Undirfelli og Svínvetningabraut á um 6,1 km langri leið
frá Köldukinn að Tindum. Samtals um 20,4 km. Verkið felst einnig í að
for- og verkhanna 26 minni heimreiðar, samtals um 3,9 km að lengd.
Heildarlengd vega er því um 24,3 km. Á vegkaflanum skal auk þess
hanna vegamót Vatnsdalsvegar og Hringvegar, aðlögun túntenginga
og a.m.k. eitt búfjárræsi.
Eftirtaldir lögðu fram tilboð innan tilboðsfrests:
Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík
Mannvit hf., Kópavogi
VBV ehf., Kópavogi
Verkís hf., Reykjavík
VSB verkfræðistofa ehf., Hafnarfirði
VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík
Föstudaginn 25. ágúst 2023 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í
hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.
23-088 Rekstur Breiðafjarðarferju
2023-2026
Opnun tilboða 25. júlí 2023. Rekstur Breiðafjarðarferju 2023-2026
- Sérleyfi fyrir Vegagerðina á ferjuleiðum Stykkishólmur – Flatey
– Brjánslækur – Flatey – Stykkishólmur, þ.e. að annast fólks- og
vöruflutninga til og frá Stykkishólmi til Brjánslækjar, með viðkomu í
Flatey. Samningstími er 3 ár með möguleika á framlengingu allt að
2 sinnum, 1 ár í senn.
nr. Bjóðandi Tilboð Hlutfall Frávik
(kr.) (%) (þús.kr.)
1 Sæferðir, Stykkishólmi 1.987.155.000 159,6 1.987.155
– Áætl. verktakakostnaður 1.244.941.551 100,0 1.244.942
23-062
Ólafsvík – Stækkun og
hækkun harðviðarbryggju 2023
Opnun tilboða 25. júlí 2023. Hafnir Snæfellsbæjar buðu út stækkun og
hækkun harðviðarbryggju í Ólafsvíkurhöfn. Helstu verkþættir eru:
Fjarlægja núverandi dekk- og þybbuklæðingu af
núverandi bryggju.
Reka niður 15 bryggjustaura úr Greenheart harðvið.
Stækkun um 200 m² og hækkun um 180 m2 bryggju
úr Greenheart harðvið.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. maí 2024
Engin tilboð bárust.
23-038
Kantsláttur á Suðursvæði
2023-2024, þjónustustöð Selfossi
Opnun tilboða 9. ágúst 2023. Kantsláttur á Suðursvæði árin 2023
og 2024, á svæði þjónustustöðvarinnar á Selfossi. Áætlað magn
kantsláttar er samtals um 750 km á ári. Gildistími samnings er til
30. september 2024. Heimild er til framlengingar samnings í allt að tvö
ár með samþykki beggja aðila, eitt ár í senn.
nr. Bjóðandi Tilboð Hlutfall Frávik
(kr.) (%) (þús.kr.)
– Áætl. verktakakostnaður 27.929.000 100,0 7.929
4 Óðinn Freyr Þórarinsson, 25.500.000 91,3 5.500
Hveragerði
3 Garðlist ehf., Reykjavík 22.849.000 81,8 2.849
2 Gröfuþjónustan ehf., 22.481.356 80,5 2.481
Reykjanesbæ
1 Ólafsvellir ehf., Selfossi 20.000.000 71,6 0
23-065
Ísafjarðarhöfn,
Sundabakki – raforkuvirki
Opnun tilboða 27. júní 2023. Hafnir Ísafjarðarbæjar óskuðu eftir
tilboðum í raforkuvirki á nýjum bryggjukanti.
Helstu magntölur:
Ídráttur strengja.
Uppsetning og tenging rafbúnaðar í fjórum tenglabrunnum.
Uppsetning og tenging aðaltöflu, dreifitöflu og greinaskápa
í rafbúnaðarhúsum.
Uppsetning og tenging masturs- og stigaljósa.
Raflagnir í tveimur raf- og vatnshúsum.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1.maí 2024.
nr. Bjóðandi Tilboð Hlutfall Frávik
(kr.) (%) (þús.kr.)
5 Orkuvirki ehf., Reykjavík 63.032.991 104,9 13.869
4 Rafal ehf., Hafnarfjörður 60.282.806 100,3 11.118
– Áætl. verktakakostnaður 60.084.469 100,0 10.920
3 Póllinn ehf., Ísafirði 56.211.445 93,6 7.047
2 Rafverk AG ehf., Bolungarvík 52.944.184 88,1 3.780
1 Rafskaut ehf., Ísafirði 49.164.458 81,8 0
23-060