Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Blaðsíða 6

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Blaðsíða 6
6 Framkvæmdafréttir nr. 727 5. tbl. 31. árg. Verkefnið ber heitið Eyjafjarðarbraut vestri (821) um Hrafnagil. Tilboð í verkið voru opnuð 8. mars 2022 og í framhaldi samið við lægstbjóðendur, GV Gröfur ehf. á Akureyri. Verkið felst í nýbyggingu Eyjafjarðarbrautar vestri á um 3,11 km kafla fram hjá þéttbýlinu við Hrafnagil. Einnig er innifalið í verkinu bygging heimreiða og tenginga, samtals um 0,25 km. Eyjafjarðarbraut vestri, Miðbraut og tengingar inn í þéttbýlið verða 8.0 m breiðar með bundnu slitlagi. Heimreiðar verða 4,0 m breiðar með bundnu slitlagi. Eyjafjarðarbraut vestri færð austur fyrir Hrafnagil Framkvæmdir standa yfir við Eyjafjarðarbraut vestri (821). Verkið felst í nýbyggingu Eyjafjarðarbrautar vestri á um 3,11 km kafla fram hjá þéttbýlinu við Hrafnagil. Verkinu á að ljúka í júlí 2024. Þéttbýlið í Hrafnagili hefur byggst hratt upp á undanförnum árum. Um síðustu aldamót bjuggu um 135 manns í þorpinu, íbúar voru orðnir 260 fyrir fimm árum en eru í dag um 350 talsins (heimild: Hagstofan). Núverandi þjóðvegur liggur í gegnum þorpið og óskaði sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit eftir því að vegurinn yrði færður út fyrir þorpið, fyrst og fremst til að auka umferðaröryggi enda er hraði umferðar þarna í gegn oft mikill. Meðalumferð á ári (ÁDU) um Eyjafjarðarbraut vestri árið 2020 var um 1470 bílar á sólarhring. Með auknum íbúafjölda hefur uppbygging ↑ Nýja veglínan sveigir austur fyrir þorpið og kemur til með að liggja milli þess og Eyjafjarðarár. Mynd: Vilhelm Gunnarsson

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.