Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Blaðsíða 16

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Blaðsíða 16
16 Framkvæmdafréttir nr. 727 5. tbl. 31. árg. Fjöldi brúarvinnuflokka Fjöldi flokka var nokkuð misjafn frá einum tíma til annars. Þeir virðast hafa verið flestir um 1955 eða 14 talsins. Þeir byggðu brýr vítt og breitt um landið en það ár voru meðal annars í byggingu þrjár stórbrýr, yfir 100 metra langar; á Hvítá hjá Iðu, Skjálfandafljót í Bárðardal og Hofsá í Álftafirði. Í upphafi 7. áratugar voru gerðir út 9 flokkar. Þeim fór síðan fækkandi, ekki síst vegna aukinna útboða snemma á 9. áratugnum. Flokkarnir voru ekki allir lagðir niður samtímis heldur hættu þeir starfsemi þegar viðkomandi brúarsmiður lauk störfum vegna aldurs, flestir á árunum 1987 til 1995. Haukur Karlsson brúarsmiður lauk störfum í árslok 2005. Frá byrjun árs 2006 hafa síðan tveir brúarvinnuflokkar verið starfandi allt árið, annar á Hvammstanga og hinn í Vík í Mýrdal. Núverandi brúarvinnuflokkar Það hefur alltaf verið skýr stefna Vegagerðarinnar að starfandi brúarvinnuflokkar eigi að vera þáttur í starfsemi stofnunarinnar. Rökin fyrir því að halda úti tveimur eigin brúavinnuflokkum eru einkum tvennskonar: → Litið er á flokkana sem hluta af viðbragðskerfi samfélagsins vegna náttúruhamfara. Mikilvægt er að hafa aðgang að þaulæfðum mönnum sem hægt er að kalla til starfa með mjög stuttum fyrirvara þegar ófyrirséðir atburðir verða, svo sem skemmdir á brúm vegna flóða, og tryggja að umferð geti farið sem fyrst um aftur með sem minnstum truflunum. → Nauðsynlegt er að Vegagerðin ráði yfir ákveðinni verkþekkingu til að geta samið við verkfræðistofur og verktaka. Hún fæst með rekstri lítilla vinnuflokka. Úttektir hafa sýnt að kostnaður er ekki meiri en með aðkeyptri vinnu á almennum markaði. ↑ Brúarvinnuflokkur við Hvítá í Borgarfirði. ↗ Hópur starfsmanna við brúargerð yfir Þjórsá. ↓ Múlakvísl. Hreinn fylgist með bíl aka yfir bráðabirgðabrú.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.