Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Blaðsíða 7

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Blaðsíða 7
Framkvæmdafréttir nr. 727 5. tbl. 31. árg. 7 íbúðahúsnæðis í þorpinu vaxið. Land sem verður til við færslu þjóðvegarins er dýrmætt byggingarland sem mun stuðla að enn meiri uppbyggingu á þessu svæði. Framkvæmdir við nýja veginn hófust sumarið 2022. Nýja veglínan sveigir austur fyrir þorpið og kemur til með að liggja milli þess og Eyjafjarðarár. Fyrsta verkefni verktakans var að setja fyllingar og farg á hina nýju veglínu. Þar sem vegurinn mun liggja eftir sléttu landi á eyrum Eyjafjarðarár, þar sem jarðvegur er bæði sendinn og leirkenndur, var nauðsynlegt að hann fengi að síga í dágóðan tíma. Í byrjun október var búið að taka fyllingar af veginum. Grjótverja þarf allan veginn og var það verk langt komið í byrjun október. Næstu skref eru að keyra út styrktarlag í veginn og síðan burðarlag. Vegrið verður á stórum hluta vegarins þeim megin sem snýr að ánni. Vegurinn verður klæddur næsta sumar en verklok eru áætluð 15. júlí 2024. Hrafnagil Akureyri Útboðskafli ↑ Unnið að færslu Eyjafjarðarbrautar austur fyrir Hrafnagil. Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr. → Áætlaður 496.698.973 100,0 123.145 verktakakostn. → Árni Helgason ehf., 489.850.915 98,6 116.297 Ólafsfirði → Nesbræður ehf., 478.521.007 96,3 104.967 Akureyri → G.Hjálmarsson hf., 471.437.831 94,9 97.884 Akureyri → G.V.Gröfur ehf. 373.553.668 75,2 0 Akureyri Helstu magntölur eru: → Fylling úr námum 65.700 m3 → Fylling úr skeringum 40.830 m3 → Fláafleygar úr námum 9.060 m3 → Fláafleygar úr skeringum 6.890 m3 → Ræsalögn 661 m → Styrktarlag 19.290 m3 → Burðarlag 7.160 m3 → Rofvörn og síulag 27.070 m3 → Tvöföld klæðing 32.340 m2 → Vegrið 2.850 m → Frágangur fláa 46.780 m2

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.