Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Blaðsíða 14

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Blaðsíða 14
14 Framkvæmdafréttir nr. 727 5. tbl. 31. árg. Vinnuflokkar í vega- og brúargerð á fyrri tímum Á síðari hluta 19. aldar og fram undir 1920 voru verkefni í vega- og brúagerð yfirleitt boðin út og sú tilhögun er því síður en svo einhver nýlunda. Alþingi tók ákvörðun um einstakar stærri framkvæmdir og landsstjórnin óskaði eftir tilboðum í verkin. Steinsmiðir, húsasmiðir eða aðrir framkvæmdamenn skiluðu Brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar Yfir 100 ára saga inn tilboðum og yfirleitt var lægsta tilboði tekið. Sá sem fékk verkið fékk síðan til liðs við sig verkamenn og oft bændur, starfsmenn sem ekki voru endilega vanir slíkum framkvæmdum. Smiðirnir tóku oft að sér verk hvert á fætur öðru en höfðu ekki fastan flokk starfsmanna með sér, enda verkefnin stopul. Oft voru aðdrættir á efni boðnir út sérstaklega og yfirleitt voru það bændur með sínu vinnufólki sem tóku það að sér og þurftu oft stóran hóp hrossa við flutningana. Höfundur: Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri Í þessari grein er ætlunin að fara fyrst stuttlega yfir tilurð og sögu brúarvinnuflokka Vegagerðarinnar. Í síðari hluta hennar er lýsing á dæmum um verk slíkra flokka við smíði þriggja bráðabirgðabrúa eftir skyndileg flóð í ám á Suðurlandi sem ollu skemmdum á mannvirkjum og rofi á vegasamgöngum. Greinin byggir á fyrirlestri höfundar á brúarráðstefnu Vegagerðarinnar 26. apríl 2023.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.