Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Blaðsíða 5

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Blaðsíða 5
Framkvæmdafréttir nr. 727 5. tbl. 31. árg. 5 Fyrri myndin sem hér sést var tekin 6. janúar 2022 og sýnir vel ástandið á Strandavegi, nánar tiltekið á um 300 metra kafla í svokölluðum Reykjafjarðarkrók í Reykjafirði. Þar sem vegurinn lá lágt hafði sjór greiða leið upp á hann sem var afar bagalegt enda er þetta eini vegurinn frá Djúpavík í Gjögur. Þegar myndin var tekin var um klukkutími frá háflóði en á þaranum í efri kanti sést hve sjórinn náði hátt. Fyrir og eftir í Reykjafjarðarkrók Síðari myndin er tekin sumarið 2023 en veginum var breytt sumarið áður. Þá gerði Vegagerðin samning við Orkubú Vestfjarða sem fékk leyfi til að plægja ljósleiðara og rafstreng í jörð í veghelgunarsvæði. Það efni sem féll til við þá framkvæmd var síðan notað til að byggja upp Strandaveginn. Efnið var það mikið að hægt var að skipta út nokkrum gömlum ræsum og byggja upp veginn. Þetta er dæmi um gott samstarf og góða nýtingu efnis. ↑ Reykjarfjarðarkrókur fyrir. ↓ Reykjarfjarðarkrókur eftir.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.