Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Síða 5

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Síða 5
Framkvæmdafréttir nr. 727 5. tbl. 31. árg. 5 Fyrri myndin sem hér sést var tekin 6. janúar 2022 og sýnir vel ástandið á Strandavegi, nánar tiltekið á um 300 metra kafla í svokölluðum Reykjafjarðarkrók í Reykjafirði. Þar sem vegurinn lá lágt hafði sjór greiða leið upp á hann sem var afar bagalegt enda er þetta eini vegurinn frá Djúpavík í Gjögur. Þegar myndin var tekin var um klukkutími frá háflóði en á þaranum í efri kanti sést hve sjórinn náði hátt. Fyrir og eftir í Reykjafjarðarkrók Síðari myndin er tekin sumarið 2023 en veginum var breytt sumarið áður. Þá gerði Vegagerðin samning við Orkubú Vestfjarða sem fékk leyfi til að plægja ljósleiðara og rafstreng í jörð í veghelgunarsvæði. Það efni sem féll til við þá framkvæmd var síðan notað til að byggja upp Strandaveginn. Efnið var það mikið að hægt var að skipta út nokkrum gömlum ræsum og byggja upp veginn. Þetta er dæmi um gott samstarf og góða nýtingu efnis. ↑ Reykjarfjarðarkrókur fyrir. ↓ Reykjarfjarðarkrókur eftir.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.