Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Blaðsíða 17

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Blaðsíða 17
Framkvæmdafréttir nr. 727 5. tbl. 31. árg. 17 Smíði flestra brúa er nú boðin út og hefur verið svo í mörg ár. Starfsemi flokka Vegagerðarinnar hefur hverfandi áhrif á verktakamarkaðinn. Helstu verkefni þeirra snúa að viðhaldi brúa og einstaka nýbyggingum, auk öryggishlutverksins. Flestar brýr sem finna má á vegakerfinu í dag voru reistar af brúarvinnuflokkum Vegagerðarinnar á árunum 1920-2000. Það eru sjálfsagt meira en 1000 brýr, enda heildarfjöldi brúa á landinu í dag nálægt 1200 og af þeim um 700 einbreiðar. Á síðustu árum og áratugum hafa hins vegar verktakar á almennum markaði tekið við og byggt flestar brýr og gert það með sóma, ekki síður en fyrri brúarsmiðir. Ekki er ástæða til að gera hér grein fyrir öllum þessum mannvirkjum heldur vísað til hins góða rits, „Brýr að baki – brýr á Íslandi í 1100 ár“, sem út kom árið 2006. Höfundur bókarinnar er Sveinn Þórðarson sagnfræðingur og formaður ritnefndar var Einar Hafliðason, fyrrv. forstöðumaður brúadeildar Vegagerðarinnar. Hér eru sýnd örfá dæmi af handahófi um stórbrýr sem brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar hafa byggt á fyrri árum, en til er mikið safn ljósmynda af brúm á Íslandi sem flokkarnir hafa reist: ↑ Hvítá í Borgarfirði. Brú 106 m, vígð 1928. ↗ Jökulsá á Fjöllum. Brú 102 m, byggð 1947. → Borgarfjarðarbrú 520 m, vígð 1981. ↓ Jökulsá á Breiðamerkursandi. Brú 108 m, opnuð 1967.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.