Úrval - 01.09.1968, Qupperneq 108

Úrval - 01.09.1968, Qupperneq 108
106 ÚRVAL uðsmanni, sem var mikill flugkappi og einn bezti maður, sem ég hef þekkt. Síðar átti það fyrir honum að liggja að skrifa bókina „Upp- reisnin á Bounty“ í samvinnu við Charles Nordhoff. Við hófum okkur til flugs, og eftir svolitla viðureign yfir St. Mihiel, eins konar æfingu undir það, sem á eftir fór, stefndi Hall í áttina til Pont-á-Mousson. Ég elti hann. í áttina frá víglínu Þjóðverja kom ein flugvél fljúgandi. Þetta var ný Pfalz-flugvél. Hall var sífellt að hækka flugið, og ég var rétt á eftir honum, en Þjóðverjinn hafði ekki komið auga á okkur ennþá. Brátt vorum við komnir þúsund fetum upp fyrir hann, og við vorum tveir á móti einum. Eina von hans um undankomu var að láta flug- vélina taka snögga dýfu. Pfalzflug- vélarnar voru sterklega byggðar, og Nieuportflugvélarnar hefði ekki haft roð við henni í slíkri dýfu, því að helzti gallinn við þær var sá, að klæðningunni á efri vængnum hætti til þess að rifna af í dýfu. Hefði ég verið þessi þýzki flugmaður og séð tvær Nieuportflugvélar koma í átt- ina til mín, hefði ég stefnt beint niður á við og heim til flugstöðvar minnar. Ég ákvað að fljúga fyrir Þjóðverjann, svo að hann kæmist ekki undan. Ég vissi, að Hall mundi ráðast á hann, þegar hann væri til- búinn til slíks. Þjóðverjinn sá mig, þegar ég kom út úr sólarflóðinu í þeim tilgangi að fljúga í veg fyrir hann. Hann stefndi flugvélinni upp á við og fór að hækka flugið. Jimmy komst nú í skotfæri og lét kúlnahríðina dynja á honum. Þjóðverjinn breytti um stefnu, stefndi nú niður á við og ætlaði að láta flugvélina stinga sér. Þetta voru einmitt þau viðbrögð af hans hálfu, sem ég var að bíða eftir. Ég var kominn aftur undan honum á næsta augnabliki. Ég mið- aði byssunum á bakið á flugmanns- sætinu í gegnum byssusjónaukann og ýtti á báða gikkina. Fjórða hver kúla var eldkúla, og ég gat nú séð tvær eldrákir skella á afturhluta Pfalzflugvélarinnar. Ég hélt gikkunum niðri, ýtti stýris- stönginni svolítið aftur á bak og beindi flugvélinni aðeins upp á við. Það var eins og ég væri að lyfta garðslöngu. Kúlnastraumurinn þrammaði eftir skrokk Pfalzflug- vélarinnar í áttina að flugmanns- sætinu og svo beint í það. Flugvél- in tók nú stóra sveigju. Henni var ekki lengur stýrt. Ég lauk dýfunni og rétti flugvélina af og horfði á óvinaflugvélina hrapa og skella svo til jarðar. Ég hafði skotið niður mína fyrstu óvinaflugvél. „MEISTARI MEISTARANNA". Þetta var 29. apríl. Ég náði fjór- um í viðbót í maí. Frakkar sæmdu mig Stríðskrossinum (Croix de guerre). En þá hindruðu eyrna- kvillar mig í að halda áfram flugi um sinn, og ég varð að halda kyrru fyrir mikinn hluta júní, júlí og ágúst. Því gat ég ekki státað af neinum sigrum þá mánuðina. Að lokum varð ég að gangast undir uppskurð. Ég stóð í miklum bréfaskriftum, meðan ég var í sjúkrahúsinu. Þeg- ar ég lauk við bréf eitt til vinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.