Úrval - 01.10.1968, Síða 9

Úrval - 01.10.1968, Síða 9
UM SIÐASKIPTIN 7 eðlilega verndara sinn gegn furst- unum. Háklerkarnir litu einnig á hann sem verndara sinn, því hann var hinn smurði kirkjunnar. Og bændurnir játuðu honum ætíð holl- ustu, því þann veg losuðu þeir sig við kúgara sína. Hins vegar var al- mennt hatur í garð kirkjuveldis- ins; þó ekki hatur, sem beindist gegn kirkjuhöfðingjunum og pre- látunum og páfanum. Menn litu svo á, að áhugi páfa beindist að því einu að ná sem mestum tekj- um af Þýzkalandi, enda notaði hann bankastjóra og peningamenn eins og Fugger til að safna þeim sam- an. En hvorki virðing fyrir keis- aranum né hatur á kirkjunni var til fulls tjáning óánægju og þrár hinnar þýzku þjóðar. Það varð hlut- skipti Lúthers að vera um nokk- urra ára bil ímynd og forysta þjóð- arinnar. Siðskiptin urðu því til annars vegar vegna heilabrota Lúthers og hugsunar um það, hvernig maður- inn mætti öðlast hjálpræðið og hins vegar vegna þeirrar spennu, sem var í hinni þýzku þjóð. Hvort tveggja náði hámarki og mættist 1517 vegna aflátssölu Jóhanns Tet- zeis. Hún var að vísu ekkert nýtt fyrirbrigði og hafði fræðilegan grundvöll í búllu Klemenzar VI 1343, er nefnist Unigenitus eftir upphafsorði sínu. En Albrecht von Brandenburg, erkibiskup af Mainz, hafði gefið prédikarabróðurnum Jóhanni Tetzel mjög ýtarlegt erind- isbréf um 1514, hvernig haga skyldi aflátssölu. Af því bréfi er ljóst, að eigi var furða, þótt menn héldu sumir, að þeir með fé gætu keypt sér himnaríkissælu án þess að dveljast í hreinsunareidinum. En aðrir stórhneyksluðust á, að jafn- vel hinir framliðnu skyldu verða aflátsins aðnjótandi. Eigi minnkaði gremja manna við það, að banka- kerfi Fuggers átti að sjá um yfir- færslurnar á gjaldeyrinum, en það átti að halda hálfum íekjunum. Af- gangurinn skyldi ganga til bygg- ingar Péturskirkju þeirrar, sem nú er í Róm. Að vísu var aflátssalan ekki leyfð alls staðar í Þýzkalandi, þó í meiri hluta þess. Hins vegar höfðu Frakkar og Englendingar þó nokkuð löngu áður stöðvað fjár- flótta úr sínum löndum til páfa- stólsins, og er það nokkur skýr- ing á því, hversu Þjóðverjum ein- um var uppsigað við peningasöfn- un þessa. Er Lúther negldi hinar 95 grein- ar sínar á kirkjuhurðina í Witten- berg, þar sem hann réðst á afláts- söluna og hugmyndina í heild um aflát, þá kunngerði hann ekki ein- vörðungu öllum Þjóðverjum það, sem fært hafði honum sjálfum huggun, að hinn réttláti muni lifa fyrir t.rú, heldur opinberaði hann einnig, hvernig Þjóðverjar voru fé- flettir af páfastólnum og Fuggerei, eins og hann kallaði bankakerfið. Og allt í einu var þessi hingað til óþekkti háskólakennari og munk- ur orðinn forystumaður heillar þjóðar — ímynd þjóðerniskenndar. Riddarar eins og Ulrich von Hutt- en fylgdu honum að málum. Ritn- ingar flugu út um allt landið. Bændurnir voru með honum, því hafði hann ekki boðað jafnrétti og frelsi sérhvers einstaklings? Mið-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.