Úrval - 01.10.1968, Síða 49

Úrval - 01.10.1968, Síða 49
MYRÐUM FORSETANN 47 seta og koma af stað algjörri ring- ulreið í landinu. Að loknum kvöldverði vorum við fluttir til eftirlitsstöðvar nr. 17 á hlutlausa svæðinu. Þar klæddumst við suður-kóreönskum hermanna- búningum. Við vorum allir vopn- aðir vélbyssum, skammbyssum, skotfærum, átta handsprengjum (einni ætlaðri handa okkur sjálfum, ef við féllum í hendur óvinarins), skriðdrekasprengjum og flugbeitt- um níu þumlunga löngum rýtingum, sem nota átti til að skera höfuðið af nokkrum óvinanna. Utan yfir hermannabúningana fórum við í venjulega dökka borg- aralega frakka og héldum brátt af stað, þöglir í einni röð, á eftir tveim- ur njósnurum suður yfir hæðirnar. Við vorum fljótir til landamæranna, en rákumst þar á mikla gaddvírs- girðingu, sem Bandaríkjamenn höfðu komið fyrir. Njósnararnir höfðu áður klippt girðinguna sund- ur og sett hana aftur lauslega sam- an. Við komumst því fljótt í gegn og héldum inn í Suður-Kóreu. Við héldum áfram suður á við um nóttina, en sváfum daginn eftir í skógivöxnum hlíðum gnæfandi fjalla, örfáar mílur fyrir austan Camp Howze, höfuðstöðvar 2. deild- ar bandaríska hersins. Næstu nótt gengum við suður á við og hvíldum okkur um daginn. Að kvöldi þessa dags urðu okkur á mikil mistök, er við rákumst á nokkra skógarhöggsmenn frá ná- lægu þorpi. Við vorum enn í borg- aralegu frökkunum, og skógarhöggs- mennirnir héldu þegar, að við vær- run norður-kóreanskir hermenn. Skjálfandi á beinunum og því næst grátandi báðu þeir okkur að þyrma lífi sínu. Við ákváðum að hafa þá í haldi, þar til rökkrið skylli á, en sögðum, að ef þeir skýrðu frá okkur, mynd- um við drepa konur þeirra og börn að þeim ásjáandi. Þessi aðvörun átti að fá þá til að þegja í nokkra daga, að minnsta kosti nægilega lengi, til að við gætum lokið ætl- unarverki okkar og snúið aftur til Norður-Kóreu. En þessi dagur var mikill örlaga- dagur fyrir mig, því að nú tók ef- inn að gera vart við sig í huga mér. Skógarhöggsmennirnir urðu skelf- ingu lostnir, þegar þeir vissu að við vorum frá Norður-Kóreu. Ég undr- aðist hvers vegna. Okkur hafði allt- af verið sagt, að við nytum samúð- ar bræðra okkar sunnan landamær- anna, og þeir myndu fagna okkur sem hetjum, þegar við hittum þá. En þorpsbúarnir höfðu hvorki hrósað Kim II Sung né okkur, eða kvartað yfir kjörum sínum. Þeir sýndu okkur engan stuðning eða samúð, virtust þrá það eitt að losna frá okkur. Þar að auki voru þeir vel klæddir og liðu greinlega eng- an næringarskort. Einhvers ósam- ræmis gætti í því, sem mér hafði verið kennt, og ég tók að efast um réttmæti verkefnisins, sem við átt- um að vinna. Klukkan átta um kvöldið létum við fangana lausa og héldum áfram suður á leið. Síðar komumst við að raun um, að þeir höfðu þegar skýrt lögreglunni frá okkur. Nú veit ég, að Suður-Kóreubúar hata kommúnismann svo mikið, að þeir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.