Úrval - 01.10.1968, Síða 52

Úrval - 01.10.1968, Síða 52
50 ÚRVAL fylkingin riðlaðist og skipulagið fór úr skorðum. Þá kom strætisvagn akandi eftir veginum. Við héldum, að hann væri fullur af hermönnum og köst- uðum því handsprengjum inn í hann. Þær sprungu allar. (Þetta var ekki hermannavagn. Fimm ó- breyttir borgarar létu lífið). Við lögðum nú á flótta, og ég hljóp með nokkrum félögum mín- um frá veginum og upp brattar hæðirnar til hægri. Handan þeirra voru fjöllin. Ef við næðúm þang- að, gæti enginn fylgt okkur þar eftir. Við hlupum því eins og við ættum lífið að leysa burt frá lög- reglumönnunum. Verkefnið hafði mistekizt, og ég var í rauninni himinlifandi yfir, að svo hafði farið. Ég ákvað, að framvegis dræpi ég ekki nokkurn mann, ekki einu sinni í sjálfsvörn. Ég losaði mig við öll vopnin, nema eina handsprengju, sem ég ætlaði að nota á sjálfan mig, ef handtaka væri óumflýjanleg. Ég hljóp áfram á eftir félögúm mínum efst upp á fjallsbrúnirnar og niður hinum megin. En við viss- um ekki, að suður-kórenaskir her- menn komu á móti okkur. Skyndi- lega heyrðust nokkur skot og þrír félaga minna voru teknir fastir af flokki hermanna. Ég hljóp frá þeim stað, sem hvellirnir heyrðust, nið- ur fjallshlíðina og faldi mig í þykk- um skógi. Ég andaði léttar og tók að hugsa minn gang. f fjarska heyrði ég skothvelli. Félagar mínir voru að drepa suður-kóreönsku hermenn- ina og hermennirnir þá. Hvílík só- un á mannslífum. Ég vildi ekki lengur taka þátt í þessari vitfirr- ingu. Ég hvíldi mig lengi í skóginum og hugleiddi allt það, sem fyrir mig hafði komið. Ég reyndi að bæla efann niður, en það tókst ekki. Klukkustundum saman reyndi ég að samræma það, sem ég hafði séð í Suður-Kóreu því. sem mér hafði verið kennt. Ef það tækist ekki, yrði ég að horfast í augu við þá staðreynd, að ég hafði lif- að fyrir málstað, sem reistur væri á lygum og blekkingum. Nóttin færðist yfir og í fjarska heyrðist skothríð öðru hverju. Um þrjú leytið vaknaði ég og hélt af stað. Þegar hermennirnir komu auga á mig, þar sem ég gekk milli lítilla húsa, og skipuðu mér að koma, var ég tilbúinn. Ég lyfti höndunum upp fyrir höfuð, reiðu- búinn að deyja, þótt ég vildi ekki lengur sprengja mig í loft upp með handsprengjunni. Kim II Sung hafði þegar gert mér of mikla bölvun. A flóttanum drápu norður-kór- eönsku hermennirnir átta óbreytta borgara, tvo lögreglumenn, tvo bandaríska hermenn og tuttugu og sex suður-kóreanska. Tuttugu og átta norður-kóreönsku hermann- anna féllu eða frömdu sjálfsmorð. Tveggja er enn saknað, en gert ráð fyrir, að þeir séu dauðir af kulda og vosbúð. Alls létu 68 manns lífið og 66 særðust við tilraun Kim II Sung að myrða Park Chung Hee forseta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.