Úrval - 01.10.1968, Síða 65

Úrval - 01.10.1968, Síða 65
BYRON LÁVARÐUR OG GUICCIOLI GREIFYNJA 63 ýmislegt, sem er ekki hægt að nefna, jafnvel ýmislegt, sem ég held, að fólk í Englandi geri sé jafnvel sjald- an í hugarlund a5 til sé. Hann seg- ir, að hann hafi vanþóknun á þessu, en hann lætur sig hafa það. Hann er innilega óánægður með sjálfan sig. . . . Nei, ég efast um það, og hans vegna ætti ég að vona, að ein- hverjir ofsalegir atburðir hljóti að binda endi á núverandi framferði hans.“ Og um stutta hríð leit næstum út fyrir, að svo mundi fara, því að hann fékk ákafa hitasótt, sem gagn- tók líkama hans. Því neyddist hann til að ástunda einlífi um hríð gegn vilja sínum. Og hann harmaði líka þessar aðstæður sínar í ljóði einu, þar sem hann talar um, að þrátt fyrir það, að nóttin sé sköpuð til ásta og dagurinn komi alltof fljótt, verði hann að halda kyrru fyrir, ástin verði að hvíslast, hjartað verði að ná andanum, því að sverðið slíti slíðrunum upp til agna og sálin brjóstinu. En hann náði samt heilsu smám saman. Og nú var sem hann hefði tekið iðrun og endurbót. Hann sneri baki við kvensniftum strætanna og tók að umgangast heldra fólkið að nýju og gerðist tíður gestur á heim- ilum þeim í Feneyjum, þar sem bókmenntir voru í hávegum hafð- ar og listamenn komu saman. Og svo hitti hann Teresu í apríl- mánuði, einn heitan vordag í Fen- eyjum. Þau hittust á hverjum degi og næstum hverri nóttu tvær fyrstu vikurnar eftir fyrsta fundinn, er hafði alveg gagntekið þau. Undir skini hins gullna mána létu þau sig reka eftir bugðóttum síkjum Fen- eyja, meðan bátsmennirnir léku blíðlega á mandólín sín og stund- irnar þutu áfram með leifturhraða. Og á hinum hlýju vornóttum gafst hún honum á vald. En tíminn leið leifturhratt, og brátt var stundaglasið tæmt. Guic- cioli greifi þurfti að fara til Ra- venna til þess að líta eftir óðulum sínum þar, og hann tók hina ungu eiginkonu sína með sér. Hún var alveg í öngum sínum og skrifaði Byron daglega, og innan mánaðar elti hann hana til Romagna. Hún hafði verið veik um hríð eftir hina löngu ferð, en hún tók að styrkjast smám saman, eftir að Byron var kominn. Og hún var óum- ræðilega hamingjusöm þrátt fyrir veikindi sín. Hinn hugulsami elsk- hugi hennar umvafði hana ástúð á allan hátt. Og henni tileinkaði hann eitt af kvæðum sínum, „Stanzas to the Po“, en þar lýsir hann því yfir, að konan úr suðrinu hafi hleypt ólgu í blóð gestsins úr norðrinu og hann sé nú þræll ástarinnar að nýju. f endurminningum þeim, sem hún skrifaði síðar, segir þessi kom suð- msins þessi orð um tímabil þetta: „í veikindum mínum var hann allt- af nálægur.... Það er ómögulegt að lýsa kvíða hans og þeirri hugul- sömu alúð, er hann auðsýndi mér. Um langa hríð var hann alltaf að glugga í læknisfræðilegar bækur. Og þar eð hann treysti ekki lækn- um mínum, fékk hann leyfi Guic- cioli greifa t'l þess að senda eftir . . . , vini sínum.“ Og þessi góði læknir, frægur í sinni grein í Fen-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.