Úrval - 01.10.1968, Síða 71

Úrval - 01.10.1968, Síða 71
BYRON LÁVARÐUR OG GUICCIOLI GREIFYNJA 69 morð á hinum fræga Monzoni frá Forli. Ég hef verið varaður við að fara í svo langa reiðtúra í Furu- skógi án þess að vera vel á verði. Því tek ég daglega með mér rýt- inginn minn og skammbyssur, sem ég sting í vasann, um leið og ég legg af stað. Ég hreyfi mig ekki héðan úr höll- inni, fyrr en búið er að útkljá þetta mál, á hvorn veginn sem það kann að verða. Hún er eins ákveðin á kvennavísu og hugsazt getur. Og almenningsálitið er honum svo óhagstætt, að lögfræðingarnir neita að taka að sér mál hans, því að þeir segja, að hann sé annaðhvort heimskingi eða þorpari, heimskingi, hafi hann ekki komizt að samband- inu fyrr en núna, en þorpari, hafi hann vitað um það og beðið með að ljóstra upp um það með eitthvað illt í huga.“ Og loks bárust fréttirnar í miðj- um júlí: „Páfinn hefur lýst yfir lög- legum aðskilnaffi þeirra. Yfirlýsing- in barst í gær frá Babylon. Það var liún og vinir hennar, sem kröfðust löglegs aðskilnaðar þeirra hjón- anna vegna hinnar furðulegu fram- komu eiginmannsins (hins göfuga greifa). Hann setti sig gegn þessari yfirlýsingu af öllu afli vegna líf- eyrisins, sem hann verður að greiða henni, auk allra hennar eigna, lausa- fjár, vagna og fleira, sem hann verð- ur að skila henni. Þau geta ekki skilið að lögum hér á Ítalíu. Hann krafðist þess, að hún sliti sambandi við mig, og hann ætlaði þá að fyr- irgefa henni allt, jafnvel ótrú- mennsku hennar, sem hann sver, að hann geti sannað. En í þessu landi hafa sjálfir dómstólarnir and- styggð á slíkum sönnunum, þar sem ftalir eru í jafnríkum mæli háttvísari en Englendingar á opin- berum vettvangi og þeir eru ástríðu- fyllri en Englendingar á hinum op- inbera vettvangi." Eftir að aðskilnaðarúrskurðurinn hafði verið birtur opinberlega, hélt Teresa tafarlaust heim til óðals föður síns fyrir utan borgina. Og skömmu síðar hélt hún með honum til Flórens, en þaðan höfðu faðir hennar og bróðir verið reknir vegna þátttöku í ítalskri uppreisn, sem mistókst, en þar hafði Byron einn- ig átt þýðingarmiklu hlutverki að gegna. En yfirvöldin skertu ekki hár á höfði Byrons sökum hins mikla frægðarorðs, sem af honum fór, og áhrifa þeirra, sem hann hafði. Einnig óttuðust yfirvöldin mjög, að það mundi valda miklum æsingum, ef þau færu illa með hann. Þess vegna varð hann eftir í Ravenna til þess að bjarga þeim litlu leifum byltingarhreyfingar- innar, sem eftir voru. Byltingarhreyfing alþýðunnar hafði þegar gripið hann sterkum tökum, og í ákefð sinni vildi hann leggja fram sinn skerf, hvar sem þeirra gætti einna mest. Eitt sinn skrifaði hann þessi orð í leiðu skapi: „Hún er hræðileg, þessi ást, og hindrar mann í að framkvæma það, sem er til gagns eða dýrðar. Upp á síðkastið hef ég þráð að fara til Grikklands . . . með bróður hennar, sem er prýðilegur, hug- rakkur maður . . . og ann frelsinu ofsalega. En tár þeirrar konu, sem hefur yfirgefið eiginmann sinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.