Úrval - 01.10.1968, Síða 75

Úrval - 01.10.1968, Síða 75
DÁNARORSÖK: KRABBAMEIN 73 aðferð er fólgin í því að burt eru tekin æxli í sogæðum og viðhafðar geislalækningar á eftir. ® Krabbamein í leghálsi, sem áður var álitið ólæknandi, læknast nú alltaf ef komið er nógu snemma. Auðvelt er að finna meinið með ein- faldri aðferð sársaukalaust, og ætti engin kona, sem boðuð er í fjölda- rannsókn, að láta hjá líða að gegna kallinu. • Sama gildir um aðrar tegund- ir krabbameins í getnaðarfærum kvenna. • Brjóstakrabbi veldur fleiri konum dauða en nokkur önnur teg- und krabbameins, en nú birtir einn- ig yfir þessu jafnt sem öðru og sízt minna. Af sjúklingum í Me- morial-spítala í New York sem gengust undir skurðlækningu á ár- unum 1916—1926, lifðu 40,6% í fimm ár á eftir án þess nokkurt út- lit væri fyrir að sjúkdómurinn tæki sig upp. Árið 1940 var talan komin upp í 54,4% og 1949 upp í 65,4%. Með nýjum aðferðum, svo sem röntgenmyndum af mjólkurgöngun- um, má lækna miklu fleiri konur af þessu. Brjóstakrabbi, sem ekki er farinn að sá sér, læknast nú oft- ast sé beitt réttum aðferðum, eða í 80% tilfellum. • Krabbamein í ristli og enda- þarmi, en þetta eru hinar algeng- ustu tegundir innvortis krabba- meins, vex hægt. Meinið þarf 1155 daga til að stækka um helming. Með því að gera rannsókn á hverju ári finnst þessi meinsemd svo snemma, að lækning er vís í 90%. Til rannsóknar hefur læknirinn þarmspegil, en það er pípa með spegli á endanum, og fylgir spegl- inum ljósapera, til lýsingar. Með þessu tæki er auðvelt að sjá hverja minnstu breytingu, sem ískyggilega má telja. • Jafnvel lungnakrabbi, sem flestir álíta ólæknandi, lætur stund- um undan læknisráðum nútímans. Dr. Leo Rigler sem starfar við læknisfræðideild háskólans í Los Angeles í Kaliforníu, segist vita um 85 sjúklinga, sem höfðu krabbamein í lunga sem orðið var allt að því 20 mm. Þeir gengust allir undir skurðaðgerð, og af þeim lifðu 55% þau fimm ár, sem talin eru skera úr um það hvort sjúkdómurinn er læknaður. En af 178 sjúklingum, sem höfðu stærri meinsemd í lunga, eða frá 25 mm til 40 mm, læknuð- ust 20%, að því er séð verður. „Þessar tölur sýna og sanna,“ segir dr. Rigler, „hve óþörf hún er þessi takmarkalausa svartsýni. Það er ekkert hægara en að finna æxli, þó það sé ekki nema 20 mm að þvermáli. Við höfum jafnvel getað greint æxlismyndun, sem ekki var orðin nema 10 mm.“ Það er mest þörf fyrir reykingamenn að láta gegnlýsa sig með jöfnu millibili, og að röntgenmyndirnar séu sem gaumgæfilegast skoðaðar, svo unnt sé að finna meinið þegar í byrjun. Ótal krabbameinssjúklingar hafa fengið fullan bata. Hér skal sagt frá þremur dæmum sem sýna það ljós- lega: William Powell, frægur kvik- myndaleikari, gekkst undir skurð- aðgerð vegna krabbameins í enda- þarmi. Eftir það gat hann tekið upp
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.