Úrval - 01.10.1968, Síða 80

Úrval - 01.10.1968, Síða 80
78 1968. Fjöldi fólks gaf ýmsar upp- lýsingar um hann. Hann þótti feiminn og gat sjald- an litið beint í augu fólks, og stund- um stamaði hann. Hann virtist ekki hafa neitt sérstakt fyrir stafni, en skorti þó aldrei fé. Eftir því sem lögreglunni bárust fleiri upplýsingar, varð myndin af morðingjanum skýrari. Hann drakk mikið og var tíður gestur á börum og vínveitingahúsum. Klæðnaður, fas og tal, er oft var málfræðilega rangt, benti til lélegrar menntun- ar, og ekki þótti ósennilegt, að hann væri ef til vill ættaður úr Mið- Vesturríkjunum. Einnig virtist hann ekki vera sérmenntaður á neinu sérstöku sviði. Það benti til, að hann væri kannski atvinnuglæpa- maður. Ekki var hann gáfaður, en hraðlyginn. Um miðjan apríl hafði FBI feng- ið miklar upplýsingar um mann- inn, en enn var ekki vitað, hver hann var, og ýmsar nánari upplýs- ingar leiddu ekkert sérstakt í ljós. Tónskáld nokkurt, er verið hafði samferða Eric Galt frá Los Angel- es, sagði, að hann hefði notað sím- ann mjög oft. Einnig kom í ljós, að Galt hafði búið í Montreal sumarið 1967 og þóttist vinna við Heimssýninguna, Expo 1967. Það reyndist ekki rétt. Mexikanska lögreglan staðfesti, að hann hefði komið til Puerto Vallarta síðastliðinn október. Og vændiskona ein, sem þekkti Galt, sagði, að hann hefði sagt við sig: „Þegar ég er dottinn í lukkupott- inn, ætla ég að dvelja hér og lifa eingöngu á bjór og baunum.“ Þrátt ÚRVAL fyrir þessar upplýsingar, var FBI litlu nær. Af tilviljun fundu tveir lögreglu- menn bréf til Eric S. Galt í veit- ingahúsi í Atlanta, skammt frá þeim stað, þar sem hvíti Mustang bíllinn var skilinn eftir. Lögregluvörður var strax settur um veitingahúsið, ef svo vildi til, að Galt væri þar. Þetta fór fram með mikilli leynd, því að FBI vildi ná honum lifandi. Þegar lögreglu- mennirnir höfðu beðið árangurs- laust fyrir utan húsið í tvo sólar- hringa, réðust þeir til inngöngu. En Galt var þar ekki. Hann hafði hins vegar leigt þar herbergi, og skilið eftir nokkrar bækur og landabréf. Eitt þeirrá var götukort af Atlanta. Höfðu svartir hringir verið dregnir utan um heim- ili dr. Kings, og nokkra fleiri staði á kortinu. Á öðru korti fannst eitt greinilegt fingrafar, það skýrasta, sem FBI hafð náð af honum. En þetta eina fingrafar leysti samt ekki allan vandann. Á skrám FBI voru fingraför 82 milljóna manna. Mjög fljótlegt er að finna af hverjum fingraförin eru, ef þau eru öll til staðar. En þegar um að- eins eitt er að ræða, verður að bera það saman við öll tíu fingraförin á hverju korti eða 820 milljón fingra- fara alls. Einhvern veginn varð að komast hjá því að þurfa að athuga öll kort- in. Ýmislegt benti til„ að morðing- inn væri ekki aðeins glæpamaður, heldur einnig strokufangi. Þeir reyndust 13.000. Þetta fannst lög- reglumönnunum full mikið, svo að þeir ákváðu að takmarka leitina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.