Úrval - 01.10.1968, Qupperneq 81

Úrval - 01.10.1968, Qupperneq 81
LEITIN MIKLA 79 við karlmenn á aldrinum 21 til 50 ára, er sloppið höíðu úr fangelsum. Þeir reyndust tæplega 2000. Hófst nú mjög ýtarlegur samanburður á fingrafaraspjöldunum og fingrafar- inu, er fannst á landabréfinu í At- lanta. Þann 19. apríl fannst spjald með fingrafari, er líktist því, sem var á landabréfinu. Það var af James Earl Ray. Hann var fæddur 10. marz 1928 í Alton, Illinois og greini- lega mikill hrakfallabálkur. Skýrslur um Ray sýndu, að hann hafði gerzt sekur um marga glæpi, allt frá ýmiss konar fölsunum til vopnaðra rána og oft setið í fang- elsi fyrir vikið. Hann hafði strokið úr fangelsi fyrir tæplega ári. Fimm hundruð lögreglumenn voru þegar sendir til Mið-Vesturríkjanna til að afla allra fáanlegra upplýsinga um Ray. Þeir ræddu við föður hans, bræður og systur, kennara og skóla- systkini, fangelsisstjóra og sam- fanga og yfirleitt alla þá, er ein- hverjar upplýsingar gátu gefið um hann. James Earl Ray ólst upp í mik- illi fátækt og þvældist með foreldr- um sínum og systkinum um ýmsar borgir meðfram Mississippi fljótinu. Oft skipti hann um skóla. Vinalaus og vanræktur varð hann með tím- anum að bófa og ræningja. Fjöl- skyldan leystist sundur, þegar hann var unglingur og börnin fóru hvert í sína áttina. Fimmtán ára gamall hætti Ray skólanámi og gekk í herinn 1946. Hann var í Þýzkalandi í tvö og hálft ár. Þar var hann dæmdur í þriggja mánaða betrunarhúsvinnu, vegna drykkjuskapar og brota á herlögunum. Að lokum var hann rekinn úr hernum. Stuttu seinna fékk hann starf í verksmiðju einni í Illinois, en missti það fljótlega. Þá gerðist hann glæpamaður, en þar var hann einnig sami hrakfalla- bálkurinn. Hann fór nú til Los Angeles og reyndi að stela þar ritvél. Ekki tókst betur til en svo, að hann týndi bankabókinni sinni á leiðinni og náðist því strax. Skömmu síðar reyndi hann að ræna matvöruverzl- un í Illinois, en á flóttanum féll hann út úr bílnum, sem hann var í, þegar hann tók krappa beygju — og náðist. Er hann reyndi að fremja rán í Chicago, komst hann í sjálf- heldu og varð fyrir skoti. Eitt sinn, þegar lögreglan var á hælunum á honum í St. Louis, stökk hann inn í lyftu, en gleymdi að loka dyrun- um og var dreginn út. Tvisvar náð- ist hann, er hann reyndi að flýja úr Ríkisfangelsinu í Missouri, þar sem hann afplánaði 20 ára fangels- isvist, vegna vopnaðs ráns. Loks tókst honum að sleppa þaðan 23. apríl 1967 með því að fela sig inni í brauðbíl. Leitin hélt stöðugt áfram, og gæt- ur voru hafðar á börum, veitinga- húsum, strætisvagnastöðvum, sam- komustöðvum alls konar flökku- lýðs, járnbrautarstöðvum um öll Bandaríkin og einnig á ættingjum Rays. Þetta var ein mesta lögreglu- aðgerð í sögu Bandaríkjanna, sem um getur. En Ray var hvergi sjá- anlegur. Þótti því líklegt, að hann hefði komizt úr landi. En hvert? FBI fannst sennilegt, að hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.