Úrval - 01.10.1968, Page 86

Úrval - 01.10.1968, Page 86
84 ÚRVAL hinn fimmhæða pagóðuturn hins fornfræga Horjudschi-musteris, en það er elzta uppistandandi bygging úr tré sem til er á jörðinni. Pagóð- an er frá árinu 607 og aldrei hefur eldur náð að granda henni. En í síðari heimsstyrjöld þótti Japönum það öruggast að taka hana í sundur, merkja borð og bita, og byggðu hana svo að nýju eftir á. i GRÓÐURLITLIR OG TIL- BREYTINGALAUSIR GARÐAR - EN LEYNDARDÓMSFULLIR Musterin eru full af frábærum listaverkum. Fræg er myndastyttan af Shinran, en hann var upphafs- maður einnar aðalstefnunnar í Búddatrúnni. Shinran gerði mynd- ina sjálfur þegar hann var á sjötug- asta og öðru aldursárin, og lagði svo fyrir að hún skyldi lökkuð með lakki sem blandað væri með ösk- unni af honum sjálfum, og var svo gert, að honum látnum. í musterinu í Isjiama Dera er stytta sem er aðeins fimmtán senti- metrar á hæð, en þykir svo ginn- heilög, að hún er ekki sýnd almenn- ingi nema á þrjúhundruð ára fresti, og þegar nýr keisari er krýndur. Önnur líkneskja er svo heilög hald- in, að sjálfir musterisprestarnir hafa ekki vogað að skoða hana í þrjú hundruð ár. Það getur verið að hún hafi skemmzt í bruna sem varð árið 1667, en það vita menn ekki með vissu. Allt þetta bliknar þó í samanburði við Daibutsu, hinn mikla Búdda, í borginni Nara. í þessa Búddamynd, sem er stærst allra bronslíkneskja, þurfti átta bræðslur, enda er lík- neskjan 18 metra há og vegur 450 smálestir, allt brons, og má bera það saman við þær 100 smálestir af kopar sem fóru í Frelsisstyttuna í New York. Þessi búdda er sannar- lega eitt af undrun veraldar! Og reyndar er þetta verk, sem vitnar um bæði listasnilld og verkhyggni á háu stigi unnið á árinu 749, eða um það bil sem Karlamagnús síðar keisari var að slíta barnsskónum. Svo undraverð sem Búddamynd- listin er, og húagerðarlistin henni samfara, þá eru þeir ekki minni furðuverk garðarnir frægu í Kyoto, og þó einkum hinir einstæðu lands- lagsgarðar, en þeir standa í nánu sambandi við Zen-speki Búdda- dómsins. Vesturlandamanni sýnist þessir garðar í fyrstu aðeins gróð- urlitlar og tilbreytingalausar ráð- gátur. En það var reyndar Vestur- landakona sem ráðlagði1 mér að koma í garð Rioandsjimusterisins, einhverntíma seinnipart dags, „og takið eftir umskiptum skins og skugga í garðinum“ sagði hún. „Þá skuluð þér vita hvaða hugarhrær- ingar fara að vakna með yður“. Garðurinn er allmikil sandborin slétta, með plógförum í sandinum, og eru fimmtán tillagaðir klettar hér og þar um völlinn, en múrvegg- ur umhverfis. Þeir sem fundvísir eru á samlíkingar segja að sandur- inn merki vatn, en plógförin öldur. Ein hugmyndin (meðal margra) er sú, að klettarnir séu kventígrisdýr með unga sína á sundi yfir ána. Ég spurði Zen-prest um þetta, en hann svaraði mér tvírætt: „Svarið finnið þér í sjálfum yður“. Líklega er hinn allra fegurstu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.