Úrval - 01.10.1968, Side 116

Úrval - 01.10.1968, Side 116
114 ÚRVAL sinni að því að leita að smygl- varningi og finna hann, þekkj:a kannske 29.000 þessara felustaða, en aldrei alla staðina. Af þessari ástæðu eru stórar sendingar af eit- urlyfjum oftar fluttar með skipum en flugvélum yfir Miðjarðarhafið og Atlantshafið. Það er hægt að taka næstum hvern þumlung af yfirbyggingu skips í sundur og setja síðan allt á sama stað aftur. Og með skrúfjárni og svolitlu næði getur meðlimur áhafnarinnar því geymt eiturlyf næstum hvar sem er um borð, í veggjum, loftum, gólfum, vélum, skápum, björgunarbátum og rörum. Sjómaðurinn, sem dró morfín- pakka Levonians um borð í franska vöruflutningaskipið, hafði verið á sjónum næstum alla sína ævi. Nú var hann fastráðinn smyglari hjá eiturlyfjahringnum í Marseille og fór bara á sjóinn, þegar koma þurfti sendingu áleiðs. Hann hafði for- gangsrétt í sjómannafélaginu að ráðningu í skipsrúm vegna starfs- aldur síns. Og hann átti þá vini að bakhjarli, sem gátu tryggt honum skipsrúm á hverju því skipi, sem hann sjálfur kaus. Með þessu móti var komizt hjá því, að nokkurt skip væri notað til smygls að staðaldri, heldur var alltaf skipt um skip. I ferð þessari var hann skráður sem aðstoðarmatsveinn í forföllum. Eftir að hafa dregið pakkana fjóra um borð sem næst eldhúsinu, flýtti hann sér að smeygja kartöflupoka utan um þá. Síðan fór hann með pokann inn í matvælageymsluna og faldi hann þar innan um aðra kartöflupoka. Þar var heilt tonn af kartöflum, og voru þær allar i sams konar pokum. Hann var eini maðurinn, sem erindi átti í mat- vælageymsluna til þess að ná í matarbirgðir fyrir eldhúsið, og hann gat því haft stöðugar gætur á þess- um sérstaka kartöflupoka, sem yrði hreinasta gullnáma, er hann kæmi til Marseille. LITLA VATÍKANIÐ „Þú ert snjall, ungur maður, og þú hefur staðið þig alveg prýði- lega. En þú veizt, að vara er að- eins komin hálfa leið þótt hún sé komin til Marseille." Maðurinn, sem sagði þetta við Levonian, saup öðru hverju á koníaksglasi. Levonian hlustaði á hann af mikilli athygli. I hinum enda herbergisins sat Trigano, félagi Levonians, á stól, óstyrkur eins og skóladrengur. Svo hélt Dominique Benucci áfram: „Nú verður þú að velja, því að ég ætla að veita þér tækifæri til þess að fara til Ameríku, ef þú vilt.“ Levonian hafði stefnt að þessu augnabliki í öllu sínu starfi, síðan Trigano hafði komið honum á fram- færi í undirheimum Marseille. Þetta var í fyrsta skipti, sem hon- um hafði verið boðið heim í íbúð Benucci, og það gaf til kynna, að veitandinn hefði viðurkennt hann sem þjóðfélagslegan jafningja sinn. í gamla hafnarhverfinu í Marseille var ekki hægt að auðsýna neinum meiri heiður. Marseille hefur verið miðstöð hins alþjóðlega eiturlyfjaflóðs eins lengi og menn muna. Þessi virðu- lega borg á Miðjarðarhafsströnd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.