Úrval - 01.10.1968, Qupperneq 118

Úrval - 01.10.1968, Qupperneq 118
ÚRVAL 116 Korsíkubúar í Marseille hafa nú með sér nána samvinnu, sem minnir einna helzt á kaupsýslufyrirtæki, sem rekin eru á nútímavísu. Fram- takssamur „nýgræðingur“ er gerð- ur að félaga fremur en að það sé snúizt við honum sem keppinaut. Fundir og ráðstefnur eru haldnar svo oft í vínstúkunum í Óperu- hverfinu nálægt gamla hafnar- hverfinu, að svæði þessu hefur ver- ið gefið nafnið Vatíkan glæpa- manna eða Litla Vatíkanið. Ákvarð- anir, sem teknar eru á þeim ráð- stefnum, eru álitnar eins bindandi og kirkjulegar fyrirskipanir. Það er jafnvel maður nokkur í Litla Vatíkaninu, sem gengur undir nafninu ,,Páfinn“. Hann er eitur- lyfj asmyglari, sem seztur er í helgan stein og starfar sem hlut- laus sáttasemjari í öllum deilumál- um, sem fyrir hann eru lögð. Og úrskurðir hans eru álitnir hafa end- anlegt úrslitagildi. Fyrir skömmu kvað ,,Páfinn“ upp þann úrskurð, að eiturlyfjasali einn hefði gerzt sekur um ofboðslega heimsku og lélega dómgreind (fremur en svik), er hann réð til starfa sendimann einn, sem missti 120.000 dollara virði af heroini í greipar lögreglunni „Páfinn“ kvað upp þann úrskurð, að hinn ákærði skyldi selja tvö gistihús, sem hann átti. Þetta skyldi hann gera innan 48 klukkustunda. Og síðan átti hann að afhenda söluverðið þeim hópi manna, sem höfðu tapað fúlgu þess- ari, er lögreglan náði í eiturlyfin. Eiturlyfjasalinn samþykkti að fara eftir úrskurði þessum. Hann fékk 80.000 dollara fyrir gistihúsin og lét það fé af hendi tafarlaust og losaði sig þannig við skuld sína. Og nú heldur hann áfram heroinviðskipt- unum. En þýðingarmesti maðurinn í gervöllum undirheimum Korsíku- búanna var Dominique Benucci, þótt fáir vissu um hagsmuni hans og ítök í Litla Vatíkaninu. Benucci bjó sem sé í fínasta íbúðarhverfi Marseille. Hann bjó þar í glæsi- legri íbúð, sem búin var fornum, ósviknum Dierectoirehúsgöngnum. Hann átti eitt af beztu veitinga- húsunum í borginni, og þar að auki átti hann nokkur fjölbýlishús, vín- krár og kaffihús. Hann var framá- maður í félags- og samkvæmislífi borgarinnar. Hann bauð til sín frægu fólki, stjórnmálamönnum og leikurum. Eiginkona hans átti sæti í nokkrum nefndum góðgerðarfé- laga, og dóttir hans sótti bezta kaþólska skólann í borginni. Mennirnir í Litla Vatíkaninu sáu sjaldan Benucci, en þeir virtu hann samt takmarkalaust, vegna þess að þeir vissu, að hann var æðsti yfir- maður allra arðvænlegustu glæpa- greinanna, eiturlyfjasölu, smygls, vændis og peningafals. Benucci hafði nægilegt fjármagn til þess að leggja fram fé í meiri háttar fram- kvæmdir á þessu sviði, og hann átti greiðan aðgang að dálitlum her atvinnumorðingja og ofbeldisseggja, sem voru reiðubúnir að starfa fyr- ir hann, er hann óskaði þess. Sam- bönd hans í Ameríku voru þó jafn- vel enn þýðingarmeiri. Þar var um að ræða æðstu menn Mafíunn- ar vestanhafs. Þeir virtu einnig Benucei, vegna þess að hann þekkti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.