Úrval - 01.10.1968, Side 129

Úrval - 01.10.1968, Side 129
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU 127 óku yfir brúna og inn í Queens- hverfið úti á Löngueyju. Þar beygði Simcabifreiðin inn í hliðargötu í íbúðarhverfi. Þetta var einstefnu- akstursgata, og stóðu bifreiðar í röðum beggja vegna götunnar. Nú hægði Levonian ferðina, með- an íélagi hans ók greitt eftir göt- unni, beygði fyrir hornið og hvarf. Levonian var nú reiðubúinn að loka götunni með bifreið, sinni líkt og af tilviljun, ef ske kynni, að þeim hefði verið veitt eftirför í annarri bifreið. Þannig hefði hann getað komið í veg fyrir, að hægt hefði verið að veita félaga hans eftirför, meðan hann ók síðustu götulengdirnar að húsinu, sem hann hafði tekið á leigu íbúð í. En það hafði enginn veitt þeim eftirför. Litla Simcabifreiðin stanzaði í einkabílskúr, sem Trigano hafði tekið á leigu. Þegar Levonian kom nokkrum mínútum síðar, starði hann á Simcabifreiðina í þögulli aðdáun. Svo tók hann til óspilltra málanna með skrúfjárn að vopni. Að þrem mínútum liðnum hafði honum tekizt að opna málmsuðu- samskeytin á hylkinu, sem hann hafði soðið saman í Marseille. Inni í hylkinu voru 50 glærir plastpok- ar, sem hafði hver um sig að geyma hálft kíló af hvítu kristalskenndu dufti. Þeir settu plastpokana í tvær ferðatöskur, læstu bílskúrnum og gengu niður eftir götunni í áttina að húsinu, sem íbúð Triganos var í. Það var bjart, og þeir fóru ekki með neinni leynd, þótt þeir bæru kvartmillión dollara virði af her- oini í töskum sínum. Geymslustaður heroinsins er ekki síður mikilvægur en kuup þess og sala. Það er mjög mikilvægt að velja réttan geymslustað. Birgðirn- ar verða að geymast á leynistað, sem auðvelt er að komast að, en er jafnframt öruggur fyrir bæði lögreglu og þjófum. Eiturlyfj aneyt- andinn, sem mælir birgðir sínar í broti úr skeið, hefur alls konar leynistaði um að velja, vatnskass- ann í vatnssalerninu, jakkafóður, húsgögn, sem holuð hafa verið inn- an. Götusalar, sem ganga aðeins með nokkra tugi gramma á sér, eiga erfiðara um vik. En hvað „toppmennina“ snertir, heildsala, miðlara og seljendur, sem verzla með eiturlyf í kílótali, verður val slíkra geymslustaða að sannköll- uðum þolraunum í rökvísi og ráð- kænsku. Trigano hafði leyst þetta vanda- mál af alveg sérstakri snilli. Vik- um saman hafði hann leitað að íbúð í úthverfunum, og að lokum hafði hann valið þriggja hæða hús í Kewgörðum. Þetta var miðstétt- arhverfi, þar sem lítið var um af- brot. Fyrir 125 dollara mánaðar- leigu hafði hann tekið á leigu dag- stofu, borðkrók, tvö svefnherbergi og lítið eldhús. En það var skápurinn í anddyr- inu, sem reið baggamuninn og gerði þetta að mjög hentugri íbúð fyrir þá félagana. Af einhverjum ástæðum hafði skápnum verið hrófað upp, svo að í honum var útskot, sem náði yfir efsta þriðjung hans hægra megin. Útskot þetta var 2 fet á hæð, 2 fet á breidd og 3 fet á dýpt. Trigano hafði lagt skápinn sedr-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.