Úrval - 01.05.1976, Síða 3
1
5. hefti
35. ár
Úrval
Maí
1976
Meðal efnis í þessu hefti Úrvals má benda á greinina ,,Allt er heilsunni
hættulegt. ’ ’ Þar er fjallað um hvers konar rannsóknir og skýrslugerð, sem sýnir
fram á, að heilsu manna stafí hætta af neyslu eða notkun ýmissa efna. Og
vissulega hefur okkur skilist, að æði margt af því, sem við gerum og etum, sé
okkur í meira lagi skaðsamlegt.
En hversu áreiðanleg er skýrslugerð afþessu tagi? í greininni kemur fram, að
skýrslurog , ,statistik” má sveigja með ýmsu móti að málum, sem maðurinn vill
sanna. Það gætiþví verið einhvers staðar svo, að niðurstaðan sé fundin fyrst, en
síðan séu sannanir sveigðar að henni.
Þá er ástæða til að mæla sérstaklega með greininni um innlenda fæðuöflun,
sem er eftir ungan bónda á Suðurlandi. Þar er komið inn á athyglisvert mál, sem
er nýting dýraskí ts til fóðurs. Hann bendir á, að grasfóðurverksmiðjur okkar hafa
ekki verkefni nema takmarkaðan tíma ársins, og spyr, hvort ekki megi bæta
rekstrargrundvöll þeirra og þar með betri nýtingu hráefnisins með því að vinna
fóður úr búfjárskít þann tíma, sem grænfóður er ekki að fá hér á landi.
Hér hefur aðeins verið drepið á tvær greinar — en þær eru drjúgum fleiri í
heftinu að vanda. Góða skemmtun!
FORSÍÐAN
Á þessum stað eru endur í löglegum erindum, en hundar em þar bannaðir.
Samt laumast þangað einn og einní ömggri forsjá eigenda sinna og heilsar upp á
fíðraða vini sína. Staðinn þekkja æði margir: Þetta er Tjörnin í Reykjavík.
Ljósm. Á.G.