Úrval - 01.05.1976, Qupperneq 4
2
URVAL
Það var áramótasamkoma hjá út-
lendingum í Moskvu. Með hjálp
kampavínsins spunnust fjörugar um-
ræður um það, hvernig hinir ósýni-
legu starfsmenn rússnesku leyniþjón-
ustunnar, sem væru að störfum
sínum við hlemnartæki og segulbönd
gerðu sér dagamun á hátíðisdaginn.
„Hugsið ykkur veslings greyin frá
KGB, sem sitja núna og hlusta á
hinar ýmsu veislur og fagnaði, og
hafa ekki dropa að dreypa á,” sagði
einn útlendinganna, vestrænn diplo-
mat, um leið og hann lyfti glasi sínu.
Eftir fáeinar mínútur hringdi síminn,
og gestgjafinn svaraði. Hann heyrði
enga rödd, aðeins hið gamalkunna
hljóð, er tappi var sleginn úr
kampavínsflösku, og gutlið, þegar
freyðandi víninu var hellt í glas.
Síðan vat lagt á, án þess að nokkurn
tíma væri sagt eitt einasta orð.
Time.
★ ★ ★
Kona kvartaði undan því, hve mað-
urinn hennar væri gersneyddur öllu
ímyndunarafli: ,,Þegar topplausu
dansmeyjarnar fóru í kröfugöngu, var
hann sá eini, sem las á spjöldin
þeirra.”
★ ★ ★
Skjólstæðingurinn var að fara yfir
reikninginn frá lögfræðingnum:
,,Mér er svo sem sama, þótt ég borgi
þarna fyrir matinn,” sagði hann,
, ,þótt ég stæði raunar í þeirri
meiningu, að þú værir bjóða mér. En
hvað er þetta þarna, „matarráð-
gjöf’?”
„Manstu það ekki?” svaraði lög-
fræðingurinn. ,,Ég ráðlagði þér að fá
þér rækjur, gufusoðnar í vermouth. ’ ’
★ ★ ★
Sjúklingurinn lá allur vafinn í sjúkra-
húsrúminu, og svaraði spurningu
gests síns um, hvað komið hefði fyrir
hann: ,,Ég var að horfa á fótbolta í
sjónvarpinu og konan vildi fá mig
með sér út. Ég sagði henni, að það
þyrfti tíu tryllta hesta til að draga mig
frá fótboltanum. Ég veit ekki ennþá
hvar hún fékk hrossin.”