Úrval - 01.05.1976, Side 7

Úrval - 01.05.1976, Side 7
FRÉTTIR FRÁ MARS 5 4. júlí í ár, eða þegar hátíðahöld vegna 200 ára afmælis Bandaríkjanna sem sjálfstæðs ríkis standa sem hæst, á fljúgandi „geimfaratæk,” sem líkist helst könguló og skreytt er fána Bandaríkjanna að setjast mjúklega í fornan, uppþornaðan árfarveg á reikistjörnunni Mars. Tveim mánuðum síðar mun sams konar fljúgandi geimfarartæki serjast í næðingssama dæld, rétt við útjaðar ísbreyðunnar á norðurheimskauti reikistjörnunnar. Þessi tvö vélrænu innrásartæki, geimför af gerðinni „Víkingur”, eiga að rannsaka hið ósnortna umhverfl, en á meðan munu „móðurför” á sporbraut umhverfrs Mars senda upplýsingar „Víkinganna” til vísindamanna, sem bíða niðri á reikistjörnunni Jörð, 400 milljón kílómetra fjarlægð. Árás Víkinganna á Mars er bíræfnasta ævintýraferð ómannaðs geimfars, sem hefur nokkru sinni verið lagt út í. I fyrsta skiptið í sögu sinni mun maðurinn „ná til” annarar reikistjörnu. Fjárfestingin er að vísu mikil, eða um einn milljarður dollara, en árangurinn af henni gæti einnig haft geysilega heimspekilega eða fræðilega þýðingu. Náist sannanirum líf í einhverri mynd, núverandi eða fyrrverandi, á annarri reikistjörnu í sólkerfi okkar, væri slíkt jafnframt sönnun um, að líflð sé tölfræðileg staðreynd í geimnum, en ekki aðeins kraftaverk bundið við jörðina. Þannig fengjust einnig sannfærandi rök fyrir þeirri kenningu, að maðurinn á jörðinni sé ekki aleinn í alheiminum. Hvernig yrði slík fcrð? Gefðu nú ímyndunaraflinu lausan tauminn. Við skulum halda með „Víkingi I” í hans mikilvægu ævintýraferð. eru hrími, geysistórra, vatnslausra , ,úthafa’ ’, það er lægða, sem vindur- inn gnauðar um, og mesta furðu- verksins af öllum þessum furðum, heils nets risavaxinna gljúfra og gjáa við miðbaug og mótaðra stalla og skurða, sem jafnvel hinir vantrúuð- ustu jarðfræðingar hafa viðurkennt, að hljóti að vera til komin fyrir tilstilli vatns, sem hafi einhvern tíma runnið þarna. En sé enn til vatn á Mars, geturðu að minnsta kosti ekki séð það. Það kann að vera innilokað í frosta- lögum undir yfirborðinu, sem bráðna kunna öðru hverju vegna jarðfræðilegra breytinga. Eða það kann að fyrir finnast í risavöxnum íshöfum undir heimskautahettunum og losna þaðan í fljótandi formi með um 50.000 ára millibili vegna breyttra veðurfarsskilyrða. Tilvera skurðanna á Mars vekur mikilvægar spurningar, hvernig svo sem þessu er nú farið. Er Mars gömul reikistjarna, sem reyrð er í fjötra millibilsástands í þróun geimsins? Eða er Mars kannske varla búinn að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.