Úrval - 01.05.1976, Side 7
FRÉTTIR FRÁ MARS
5
4. júlí í ár, eða þegar hátíðahöld vegna 200 ára afmælis
Bandaríkjanna sem sjálfstæðs ríkis standa sem hæst, á fljúgandi
„geimfaratæk,” sem líkist helst könguló og skreytt er fána
Bandaríkjanna að setjast mjúklega í fornan, uppþornaðan árfarveg á
reikistjörnunni Mars. Tveim mánuðum síðar mun sams konar
fljúgandi geimfarartæki serjast í næðingssama dæld, rétt við útjaðar
ísbreyðunnar á norðurheimskauti reikistjörnunnar. Þessi tvö vélrænu
innrásartæki, geimför af gerðinni „Víkingur”, eiga að rannsaka hið
ósnortna umhverfl, en á meðan munu „móðurför” á sporbraut
umhverfrs Mars senda upplýsingar „Víkinganna” til vísindamanna,
sem bíða niðri á reikistjörnunni Jörð, 400 milljón kílómetra fjarlægð.
Árás Víkinganna á Mars er bíræfnasta ævintýraferð ómannaðs
geimfars, sem hefur nokkru sinni verið lagt út í. I fyrsta skiptið í sögu
sinni mun maðurinn „ná til” annarar reikistjörnu. Fjárfestingin er að
vísu mikil, eða um einn milljarður dollara, en árangurinn af henni
gæti einnig haft geysilega heimspekilega eða fræðilega þýðingu. Náist
sannanirum líf í einhverri mynd, núverandi eða fyrrverandi, á annarri
reikistjörnu í sólkerfi okkar, væri slíkt jafnframt sönnun um, að líflð sé
tölfræðileg staðreynd í geimnum, en ekki aðeins kraftaverk bundið við
jörðina. Þannig fengjust einnig sannfærandi rök fyrir þeirri kenningu,
að maðurinn á jörðinni sé ekki aleinn í alheiminum.
Hvernig yrði slík fcrð? Gefðu nú ímyndunaraflinu lausan tauminn.
Við skulum halda með „Víkingi I” í hans mikilvægu ævintýraferð.
eru hrími, geysistórra, vatnslausra
, ,úthafa’ ’, það er lægða, sem vindur-
inn gnauðar um, og mesta furðu-
verksins af öllum þessum furðum,
heils nets risavaxinna gljúfra og gjáa
við miðbaug og mótaðra stalla og
skurða, sem jafnvel hinir vantrúuð-
ustu jarðfræðingar hafa viðurkennt,
að hljóti að vera til komin fyrir
tilstilli vatns, sem hafi einhvern tíma
runnið þarna.
En sé enn til vatn á Mars, geturðu
að minnsta kosti ekki séð það. Það
kann að vera innilokað í frosta-
lögum undir yfirborðinu, sem
bráðna kunna öðru hverju vegna
jarðfræðilegra breytinga. Eða það
kann að fyrir finnast í risavöxnum
íshöfum undir heimskautahettunum
og losna þaðan í fljótandi formi með
um 50.000 ára millibili vegna
breyttra veðurfarsskilyrða.
Tilvera skurðanna á Mars vekur
mikilvægar spurningar, hvernig svo
sem þessu er nú farið. Er Mars gömul
reikistjarna, sem reyrð er í fjötra
millibilsástands í þróun geimsins?
Eða er Mars kannske varla búinn að