Úrval - 01.05.1976, Qupperneq 9
FRÉT71R FRÁ MARS
7
skuggasælu dældir Valles Marineris,
sem eru 6,4 km á dýpt.
Landerinn er nú í aðeins 1219
metra hæð, og niðurflugsvélar hans,
3 talsins, halda áfram að vinna. Það
dregur ört úr hraða þínum. Að
nokkrum sekúndum liðnum ertu
kominn alveg niður að yfirborðinu.
Skyndilega sekkur einn fótur Land-
ersins niður í yfirborðið, og síðan
annar. Það drepst á vélunum og
Landerinn stansar og virðist hagræða
sér á yfirborðinu með svolitlu brak-
hljóði, sem líkist eins konar stunu.
Þú ert alveg dolfallinn af undrun
og lotningu vegna þess stórfenglega
umhverfis, sem blasir við allt í
kringum geimfar þitt, sem er nú
orðið alveg þögult. Hinir deyfðu
síðdegisgeislar sólarinnar, sem stara á
þig úr sinni dimmu skál, baða
ójafna hamraveggi og stalla árdalsins
draugalegri hálfbirtu. Að undanskil-
inni drunu, sem berst frá jarðskriðu í
fjarska, er þetta myndræna land vafíð
þagnarhjúpi.
Geimfar þitt er ekkert að tvínóna
við að taka til óspilltra málanna.
Kjarnarafalar eru teknir að knýja
örlitlar suðandi vélar. Rúmlega 3
metra (3,048 m.) vélarmur og vélkló
teygjast út frá skrokk geimfarsins.
Myndavél beinir ásjónu sinni niður á
við og starir á þetta furðuverk. Ofan á
geimfarinu opnast 80 sentimetra
loftnetsskermur og byrjar að leita á
stjörnubjörtum himninum að
merkjasendingum frá jörðu, fínnur
þær brátt og fylgir þeim síðan.
Veðurfræðiarmur teygir sig út frá
geimfarinu og byrjar að rannsaka
þetta ókunna umhverfí. Jarðskjálfta-
mælar, sem er komið fyrir í geimfar-
inu, taka að leggja við hlustirnar, ef
ske kynni, að þeir yrðu varir við
„Marsskjálfta.”
Uppi svífur sporbrautarfarið
yfir lendingarstaðinn á nákvæmlega
réttum tíma. Dulmálsmerki frá
Landernum berast upp til sporbraut-
arfarsins, sem tekur við þeim og
sendir þau með Ijóshraða til eftirlits-
salar Víkings 1 Þotuorkurannsóknar-
stofu Geimferðarstofnunar Banda-
ríkjanna í Kaliforníu. Það kviknar á
tölvum. Það færist líf yfir sjónvarps-
skerma. Heimurinn mun brátt vita
það, sem þú veist nú þegar, að leit
mannkynsins að félagsskap á öðrum
stjörnum er þegar hafin.
Leitin verður enn ákafari í annarri
viku dvaiar þinnar á Mars. Vélklóin
mokar upp sýnum úr „jarðvegi”
Mars og dembir þeim í op ofan á
Landernum, og líkist það helst sigti.
Jarðvegurinn dettur niður í kassa,
sem er 1 fet á hvern veg og hefur að
geyma þrjár örlitlar og alsjálfvirkar
rannsóknarstöðvar fyrir líffræðipróf-
anir. I þessum eina litla kassa eru
samtals 14,4 km af leiðslum og
300.000 smárar. í einni tilrauninni er
jarðvegurinn gerður rakur með ein-
földum lífrænum efnasamböndum,
sem í er geislavirkt kolefni 14, og
síðan látinn dúsa þar í tilbúnum hita
t 11 daga. Ef um er að ræða gerla-
kenndar lífverur á Mars, sem starfa