Úrval - 01.05.1976, Page 11
9
TÖLVUR REIKNA OT OLÍULINDIR.
Engar tvær olíulindir eru eins. Frá einum stað til annars getur olían
verið afar breytileg, allt frá því að vera í svo föstu formi, að það má
ganga á henni, til þess að vera svo þunn, að næstum því má dæla henni
beint á bensíntankinn.
Olíuborturn er dýr framkvæmd, og þess vegna framkvæma menn í
rannsóknarstofnun sovéska olíuiðnaðarins í Moskvu eins konar
„lokaæfingu” áður en borturnarnir eru settir upp. ! þessu sambandi
nota jarðfræðingarnir, sem reikna út gerð olíu- og gaslindanna, tölvur
sem hjálpartæki. Eðlisfræðingar geta á grundvelli þessara útreikninga
gert iíkan af aðstæðunum mörg hundruð metra undir yfirborði jarðar.
Efnafræðingar og verkfræðingar reikna út hagkvæmustu vinnsluaðferð-
ir og haffræðingar fá góðar upplýsingar til að byggja á áætlanagerð og
ákvörðun hagkvæmustu aðferða. Nýtt tölvukerfi, Saturn, hefur verið
búið til með sérstöku tilliti til þerra vandamála, sem tengjast nýtingu
Usenolíulindanna í sovétlýðveldinu Kasakstan. Olían í Usen er svört og
inniheldur mikið magn af parafini, en það gerir hana tjörukennda.
Harðnar hún strax og hún kemst í snertingu við loftið.
Auk venjulegs kvarssandsteins inniheldur olían einnig leir, glimmer
og steintegundir, sem gerir það að verkum, að mjög erfitt er að dæla
henni upp.
Serafim Saftonov, verkfræðingur, sem ber ábyrgð á lausn
vandamálanna í sambandi við vinnslu Usenolíunnar, viðurkennir að
við marga erfiðleika sé að etja.
Við höfum lagt til að 80 stiga heitu vatni verði dælt niður í
borholuranr, en við það hitnar olían sjálf upp í 60 gráður, segir hann.
— En til þessa þarf minnst 100 milljón lítra á dag, en það samsvarar
2000 járnbrautarvögnum, er hver tekur 60 tonn.
— Ferskt vatn er dýrt í Kasakstan, þannig að við notum sjó í
staðinn, en það þýðir, að búa verður til tæki, sem ekki tærast. Þar að
auki hafa málmhlutir tilhneigingu til að þenjast út, þegar heitu vatni
er dælt um þá, og þess vegna verður að styrkja olíubrunnana
sérstaklega.
— Öll þessi vandamál eru lögð fyrir tölvuna, sem finnur bestu
lausnina frá hagkvæmnissjónarmiði.