Úrval - 01.05.1976, Síða 12
10
ÚRVAL
^Viltu aukg orðaforða þinij?*|
Hér á eftir fara 15 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína í íslenskri tungu og auktu við orðaforða þinn með því
að fínna rétta merkingu. Gættu þess, að stundum getur verið um fleiri en
eina rétta merkingu að ræða.
1. að afsast: að hamast, að stama, að tefíast, að dragast aftur úr, að æða, að
silast áfram, að slóra.
2. slækinn: duglaus, ágjarn, undirförull, latur, slóttugur, ráðagóður,
slyngur.
3. fóarn: efri hluti fuglsmaga, gjöf, lokaður kirtill, kirtilvökvi, neðri hluti
fuglsmaea, varsla, hirsla.
4. að reyta sér e-ð: að hafa ofan af fyrir sér, að aka sér, að hreyfa sig, að betla
sér e-ð, að drattast úr sporunum, að sölsa undir sig, að hrista sig.
5. að slöttólfast: að slóra, að slangra, að slettast, að kastast til, að hlussast,
að svíkjast um, að ólátast.
6. þroti: skortur, þurrð, endalok, væg bólga, ígerð, kláði, lúkning.
7. að fleiðra sig: að hnipra sig saman, að gorta, að upphefía sig, að
auðmýkja sig, að hrufla sig, að smjaðra, að fara undan í flæmingi.
8. kostbær: dýr, dýrkeyptur, dýrseldur, iðinn, áhugasamur, stór upp á sig,
ágætur.
9. að tátla: að læðast á tánum, að prjóna, að tæja (ull), að teygja, að toga,
að mjólka síðustu dropana úr, að hreyta.
10. snoðir: lítil grasspretta, hárlos, njósnir, ávæningur, pati, svipting,
örbirgð.
11. þræsinn: þrætugjarn, rammur, þrjóskur, flókinn, fíasgefínn, þrár,
hryssingslegur.
12. snútur: neftóbak, nef, hrokagikkur, hnýsni, snúningur, snælduhaus,
trýni.
13. að mjálgra: að þrábiðja, að minna á, að afhenda e-ð smám saman, að
treina, að losa smástykki úr, að stagast á e-u, að gaspra.
14. að gegla sig: að ybba sig, að sýna mótþróa, að flýta sér, að reiðast, að
gretta sig, að verða blíður á manninn, að áreyta.
15. að ámæla: að svara, að grípa fram í, að endurtaka, að malda í móinn, að
hrósa, að álasa, að ávíta.
Svör á bls. 128.