Úrval - 01.05.1976, Síða 23

Úrval - 01.05.1976, Síða 23
ÞOLRAUNÁ RAINIERFJALLI 21 Þangað til hafði Sharon trúað því statt og stöðugt, að þetta mundi allt enda vel. Nú greip hana kvíði í fyrsta sinn. Munum við öll komast lífs af? Hún sagði við pabba sinn: „Pabbi, leyfðu mér að þræða slóðina með- fram vegvísunum niður að Paradísar- gistihúsinu. ” Faðir hennar samþykkti þetta, enda þótt honum væri það um geð. Hann vafði fötin fast að henni og lyfti henni upp úr gryfjunni. Hún reis á fætur með erflðismunum, en skall strax kylliflöt. Hún gat ekki staðið á fótunum. Stormurinn í brattri brekkunni var ofjarl hennar. Davíð reyndi þetta líka, en það fór á sömu leið. Þau skriðu aftur niður í gryfjuna, mjög vonsvikin, drógu dúkinn fyrir og skreiddust í svefn- pokana að nýju. ,,Þið megið ekki yfírgefa gryfjuna núna, á hverju sem gengur,” sagði faðir þeirra veiklulegum rómi. ,,0kkur mun berast hjálp.” Frú Reddick vaknaði á laugardags- morgninum við tilbreytingarlausan nið regnsins, sem skall á húsbílnum (þeirra. Hún fór að velta því fyrir sér, fíivort maður hennar og börnin myndu bíða átekta uppi í fjallshlíð- inni vegna regnsins, í stað þess að snúa aftur síðdegis á laugardeginum, eins og ákveðið hafði verið. Hún ók að Paradisargistihúsinu skömmu fyrir hádegi, og spurði þjóðgarðsverðina, hvort nokkur hefði orðið var við mann hennar eða börn. En þeir svöruðu því neitandi. Klukkan2,15 síðdegis höfðu þjóð- garðsverðirnir í Muirbækistöðvunum samband við þjóðgarðsverðina við Paradísargistihúsið um talstöð, og voru þeir þá spurðir, hvort þeir hefðu orðið varir við Reddick og börn hans. ,,Hér er enginn, sem heitir Red- dick,” svöruðu þeir þá. ,,Þau hljóta að vera enn á uppleið!” Þeir sögðu, að það væri 7,7 stiga frost á Celsius í Muirbækistöðvunum, mikil snjó- koma og ofsarok. Þeir sögðu, að engir leitarflokkar gætu athafnað sig við slíkar aðstæður. Frú Reddick kom ekki dúr á auga næstu nótt vegna kvíða. Hún lá og hlustaði á regnið, sem streymdi stöðugt niður. Hún gerði sér grein fyrir því, að ofar í fjallinu var ekki regn heldur snjókoma. Þar hlóðst snjórinn sífellt ofan á mann hennar og börn. Skyldu þau nokkru sinni fínnast? Klukkan 5,50 á sunnudagsmorgn- inum héldu sjálfboðaliðar frá Fjalla- björgunarsveitinni í Tacoma af stað frá Paradisargistihúsinu að leita þeirra þrátt fyrir þétta þoku og mikla rigningu. Foringi þeirra var Lou Whittaker. Um tíuleytið hafði storm- inn lægt dálítið í Muirbækistöðvun- um. Annar 6 manna leitarflokkur lagði þá af stað þaðan niður eftir fíallinu. í honum var Dalle-Molle. Leitarmennirnir höfðu ekki miklar upplýsingar eða vísbendingar til þess
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.