Úrval - 01.05.1976, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
líkamans og notkunar marijúana, var
það ekki fyrr en með þessari ná-
kvæmu rannsókn, sem endanlega
fékkst úr þessu skorið. En jafnframt
kom í ljós, að testosteroneframleiðsl-
an nær sér á hálfum mánuði, þegar
neyslu maríjúnana er gjörsamlega
hætt.
Þessi rannsókn var gerð á vegum
lífeðlisfræðistofnana í St. Louis og
Los Angeles, og henni var lýst á
ráðstefnu æxlunarfræðinga nýlega.
Hún sýndi, að áhrif maríjúana á
framleiðslu testosterones fer ekki að
gæta fyrr en eftir fimm vikna stöðuga
notkun, en síðan dregur úr hormón-
inu jafnt og þétt meðan maríjúana
kemur við sögu.
KORT AF VENUSI.
Stigin hafa verið fyrstu skrefín í þá átt að gera nákvæmt kort af
Venusi. Hefur kortagerðarstofnunim í Moskvu lokið vinnslu mynda frá
tveim mismunandi stöðum á reikistjörnummi, þar sem sovésku
Venusarförin lentu fyrir fáum mánuðum.
Ljósmyndirnar ná yfir rúmlega eins hektara svæði á hvorum stað og
syna þær nú eftir nákvæma vinnslu þeirra miklu fleiri smáatriði heldur
en í fyrstu mátti greina.
Svo virðist nú, sem Venus-9 hafi Ient í brattri fjallshlíð, hugsanlega í
hlíð eldfjalls, þar sem mikið er af hvössum og ávölum steinum, sem
kunna að vera merki um, að þarna hafí orðið gos fyrir tiltölulega
stuttu.
Hitt svæðið, þar sem Venus 10 lenti, ber minni sérkenni og þar em
mótsetningar færri. Þar em gamlar klappir og einnig sjást nokkrar
tiltölulega djúpar spmngur og vikursteinsmyndanir huldar steinsalla,
líkt og búast má við þegar hitastigið er 500 gráður, loftþrýstingurinn
um 100 einingar og sterk efnafræðileg tæring á sér stað.
ELGUR SEM HtJSDÝR.
í sveitaþorpinu Sumarokovo sem liggur um 150 km fyrir norðan
Moskvu er falleg elgdýrahjörð. Em um 50 dýr í flokknum, þar af um
20 fædd 1975.
Elgurinn hefur án stórvandræða aðlagað sig lifnaðarháttum húsdýra.
Hann er harðgerður og þrífst vel í snjó og kulda. í norðlægum
hémðum, þar sem hann lifir villtur, hefur hann stundum verið
notaður sem dráttardýr. Elgskjöt er bragðgott og mjólkin feit og mjög
næringarrík.