Úrval - 01.05.1976, Page 49
ALLTER HEILSUNNIHÆTTULEGT
Al
sjálfan mig að því að þýða þetta þoð á
þessa leið: „Hjartasjúkdóm, maga-
krabba eða aukaskammt af dýra-
fítu?”
Maður kemst að raun um hættur
lífsins með því að fletta dagblöðum,
umaritum og hlusta á útvarp og
sjónvarp. Varla líður sá dagur, að
maður rekist ekki á drungalegar
fyrirsagnir: VÍSINDAMENN I KALI-
FORNÍU FINNA SAMBAND MILLI
ASTMA OG HNETUSMJÖRS. Ég
býst jafnt og þétt við því að opna
einhvern daginn tímarit og rekast á
endahnútinn: ALÞJÓÐARÁÐ-
STEFNA VÍSINDAMANNA
ÁLYKTAR AÐ LÍFIÐ SÉ FRUM-
ORSÖK ALLRA DÁNARTILFELLA.
Hér hlýtur eitthvað að vera bogið.
Hvernig stendur á því, að maður les
aldrei — endurtek: aldrei — frétt
um, að vísindamenn hafi rannsakað
eitthvað mjög nákvæmlega í þrjú ár
og varið til þess nokkrum milljónum
dollara, og komist að þeirri niður-
stöðu, að það sé algerlega skaðlaust?
Skóreimar, tyggigúmml, eða tann-
krem? Eða bara eitthvað. Hvers vegna
sér maður það aldrei vísindalega
staðfest, að mannskepnunni sé eitt-
hvað hollt og gott? — Raunar var
Linus Pauling með fullyrðingar um
kraftaverk c-vítamínsins, og ég verð