Úrval - 01.05.1976, Qupperneq 50
48
URVAL
að viðurkenna, að um skeið leið
manni nokkuð vel. En svo tók að
rigna yfír okkur skýrslunum um
hliðarverkanir téðs vítamíns og ekki
leið á löngu, þar til ég fór hálfvegis
að eiga von á því að fá appelsínur og
tangerínur stimplaðar með hauskúpu
og krösslögðum lærleggjum.
Mér detta í hug tvö svör við
þessum spurningum, og þau eru
spyrt saman.
í fyrsta lagi má nefna, að dapur-
legar fréttir eru góður blaðamatur.
Af einhverri óskýranlegri ástæðu
hefur sú undarlega dýrategund, sem
við tilheyrum, einstæða þörf til að
skoða slysamyndir og þyrpast í bíó
þegar verið er að sýna myndir af
hamförum og hrakförum, til þess að
láta segja sér hve allt sé nú voðalega
slæmt. Þetta vita ritstjórar, blaða-
menn og blaðasölustrákar vita þetta,
og — rétt til getið — vísindamenn-
irnir líka.
í öðru lagi má svo nefna, að sé til
þess varið nokkrum tíma, fé og
skilningi á skýrslugerð, er mögulegt
að tengja hvað sem er „vísindalega”
við hvað sem er. Ég spurði nýlega vin
minn, sem er læknir, hvernig ég ætti
að fara að því að sanna, að rjómaís
væri krabbameinsvaldandi. Hann
sagði mér, að fyrst yrði ég að fá mér
mús af góðri ætt — það er að segja
músarætt, sem væri í marga ættliði
þekkt að því að fá auðveldlega
illkynjuð æxli. Síðan þurfti ég ekki
annað en að fóðra hana eingöngu á
rjómaís og bíða svo þolinmóður.
Að vísu sagðist hann heldur
myndu kjósa skýrsluaðferðina. Hún
erí því fólgin að handsama einhverja
heilbrigðisskýrslu, safna upplýsing-
um um rjómaísneyslu og dreifa síðan
spurningalistum. Safna þessu svo
öllu saman, hræra og baka í volgri
tölvu í klukkutíma. Honum hafði
sjálfum dottið í hug að fara á þennar
hátt með tengslin milli brjóstkrabba
og sölu á varalit. Eða krabba í
blöðruhálskirtli og notkun rakspíra.
Glæsilegasta dæmi um dásemdir
skýrslusönnunar, sem ég hef séð, var
nýlega í tímaritinu Hospital Pracdce,
í grein, sem kölluð var ,,ÞAÐ SEM
LEYNDIST í HAMMONDSKÝRSL-
UNNI”. og var eftir Dr. Harold J.
Morowitz, sem er prófessor við
Yaleháskóla. Til fróðleiks má geta
þess, að Hammondskýrslan var nið-
urstaða á gríðarlegri rannsókn á
reykingum og skaðsemi þeirra, og
birtist 1963. Meginniðurstöðu téðrar
skýrslu má sjá enn þann dag á
sígarettum framleiddum hér í USA:
Sígarettureykingar er heilsunni skað-
legar.
Eins og Dr. Morowitz bendir
réttilega á, er þess að vænta að svona
viðamikil könnun (náði til um 70
þúsund sjálfboðaliða, sem öfiuðu
upplýsinga hjá meira en milljón
manna), leiði einnig eitthvað óvænt í
ljós, eitthvað, sem segir okkur meira
um eðli og ástand mannanna. Til
þess að leita slíkra niðurstaðna, fletti
Morowitz upp á töflu nr. 7 í
Hammondskýrslunni. Hún ber yfír-