Úrval - 01.05.1976, Síða 53
ALLTER HEILSUNNIHÆTTULEGT
51
hækkandi. Og Alþjóða heilbrigðis- og síðan sé sá sjúkdómur að fullu og
stofnunin segir okkur, að snemma á öllu úr sögunni. Það verður í fyrsta
næsta ári muni læknir einn í sinn, sem manninum tekst að útrýma
Bangladesh eða kannski Eþíópíu fá sjúkdómi gjörsamlega.
síðasta kúabólutilfellið til meðferðar, Eru það ekki góðar fréttir?
★
Hefurðu heyrt um manninn, sem kenndi reikningslistinni um
skilnaðinn? Konan hans lagði nefnilega saman tvo og tvo.
Kona nokkur í Fíladelfíu hlustaði á lýsingu vina sinna á því, hvernig
þeir hefðu komið sér upp innbrotsþjófavörum. Með beinu sambandi við
lögreglustöðina, þjálfuðum varðhundi og þar fram eftir götunum. Þegar
þeir svo spurðu hana, hvað hún myndi taka til bragðs, ef brotist yrði inn
til hennar, svaraði hún þreytulega. ,,Ég á fimm börn. Ef einhver
innbrotsþjófur kæmi inn í svefnherbergið mitt, myndi ég bara taka í
höndina á honum og leiða hann fram á klósett.”
F. F.
Umhyggjusamur dómari, sem hafði sektað ökumann fyrir of hraðan
akstur, sagði honum að hann skyldi fá kvittun fyrir sektinni á
skrifstofunni.
,,Hvað viltu að ég geri við hana?” hreytti sökudólgurinn út úr sér.
„Gæta hennar,” svaraði dómarinn. ,,Þegar þú átt þrjár skaltu kaupa
þér reiðhjól.”
R.
Otgefandinn við rithöfundinn: ,,Ég hef bæði góðar og slæmar fréttir
að færa.”
,,Láttu mig hafa þær góðu fyrst,” ansaði rithöfundurinn.
„Foringjanum leist svo vel á handritið þitt, að hann bókstaflega
gleypti það í sig.”
„Það er stórkostlegt! Hverjar era þá slæmu fréttirnar?”
„Foringinn er hundurinn minn.”