Úrval - 01.05.1976, Page 57
HOFST MENNINGIN ALLT ANNARS STAÐAR?
55
Stonehenge_____eitt mesta afrek steinaldarinnar.
byggt þorp og musteri úr múrsteini,
og súmerarnir farið að þróa ritlistina.
Frá hjarta Miðausturlanda — segir
ennfremur í kennslubókunum —
breyddist þessi nýi fróðleikur austur á
bóginn til Indlands og Kína, suður til
Egyptalands, — en 4700 ára gamlir
pýramídarnir þar voru taldir elstu
minnismerki jarðarinnar úr steini —
vestur til Tróju og Krítar til GriKk-
lands, þar sem menningin tók að
blómstra í Mýken um 1600 fyrir
Krist.
Til grundvallar rímaútreikningsins
lágu tvær aðferðir. Aldur á gömlum
búsetustöðum og einstökum forn-
minjum var fundinn með því að
mæla dýpt jarðlaganna yfir þeim og
gera sér svo hugmynd um, hve
langan tíma þessi jarðlög hefðu verið
að myndast. Á „sögulegum” ríma,
það er að segja eftir að manneskjurn-
ar lærðu að búa til rittákn, varð
tímasetningin áreiðanlegri. Súmerar,
assíríumenn og þó sérstaklega egypt-
ar hafa látið eftir sig lista yfir
konungaættir, sem ná aftur til
rúmlega 3000 fyrir Krist, og þeir hafa
líka dregið upp afstöðu stjarnanna
við merkilega atburði, og þetta gerir
nútíma stjarnfræðingum kieift að
tímasetja þessa atþurði harla ná-
kvæmlega.
Þegar búið var að rímasetja atburði
í Egyptalandi hinu forna, var út frá
því hægt að tímasetja eitt og annað í
þeim löndum, sem egyptar áttu
viðskipti við. í gröfum á Krít fundust
til dæmis nokkrir steinvasar, sem
vitað var að gerðir voru á Egyptalandi á
þriðja árþúsundi fyrir Krist. Þetta
gerði llkiegt, að mínoska menningin