Úrval - 01.05.1976, Page 59
HÖFST MENNINGIN ALLT ANNARS STAÐAR?
57
til austurs, en ekki hina leiðina, eins
og lengst af hefur verið slegið föstu.
Þessi fornleifafræðilega bylting
hófst, þegar kjarneðlisfræðingurinn
Willard Libby tók árið 1949 að þróa
aðferð til aldursákvörðunar með
geislavirku kolvetni. Hann komst að
því, að þegar neftrónur leika um
kolvetnið í loftinu — og neftrónurn-
ar myndast af geislum utan úr
geimnum — umbreytast nokkur
atóm kolvetnisins í hið geislavirka
kolvetni 14, sem gengur í sambönd
við súrefni og myndar koldíoxíð í
andrúmsloftinu. Þetta koldíoxíð hag-
nýta plöntur sér til vaxtar og
viðgangs. Dýr éta plöntur eða önnur
dýr, sem hafa étið plöntur, og þess
vegna inniheldur allt líf tiltölulega
samsvarandi magn af kolvetni 14 og
andrúmsloftið.
Þegar planta eða dýr deyja, hætta
þessar lífverur að taka til sín geisla-
virkt kolvetni, og það, sem þegar er í
lífvefjunum, dofnar með mjög stöðl-
uðum hraða. Með því að mæla þessa
geislavirkni er þannig hægt að mæla
aldur allra dauðra lífefna — trés,
ösku, korns, býflugnavax, í vefnaði,
hjartarhornum eða beinum — svo
ekki skakkar nema fáum áratugum.
NÝ ,,ÚR”.
Fornleifafræðingar voru himinlif-
andi yfir fyrstu kolvetnismælingun-
um, því þær virtust sanna mestan
hluta hinna gömlu „staðreynda. ”
Hrifningin stóð þó ekki lengi. Ald-
ursgreining með kolvetni 14 á elsta
lífí jarðarinnar, aristatafurunum x
Hvítufíöllum í Kaliforníu, þar sem
nokkrar eru næstum 5000 ára, leiddu í
ljós, að jörðin hefur fyrr meir orðið
fyrir miklu meiri geislun utan úr
geimnum heldur en nú er. Sam-
kvæmt þessum niðurstöðum var
reiknað út, að það, sem hafði verið
aldursákvarðað til ársins 4000 fyrir
Krist, var í rauninni sexhundruð
árum eldra. Og með þessari nýju,
endurbættu kolvetnisreikningsaðferð
hrundi allur grundvöllur fyrir eldri
tímasetningum frá fornsögulegum
tíma.
Kolvetnisaðferðin á þó sín tak-
mörk. Henni verður til dæmis e'kki
beitt á seináhöld, leirkerjabrot eða
málmefni, og hún er heldur ekki
ábyggileg þegar annars vegar eru
lífræn efni, sem eru meira en fjöru-
tíuþúsund ára gömul, því þá er of
Iítið eftir af geislavirku kolvetni. En
til þess að tímasetja þess háttar hluti
hafa verið fundnar margar nýjar
geislunaraðferðir, ný ,,úr” til að
tímasetja áraþúsundir aftur í tímann.
Þannig má nú tímasetja brot úr
leirmunum með svokallaðri ,,hita-
ljómunar” aðferð. Þá er mæld
útgeislun hlutarins, þegar hann er
hitaður að ákveðnu marki. Með
þessari tækni hafa fornfræðingar við
háskólasafnið í Fíladelfíu komist að
því, að nokkur leirmunabrot, sem
fundist höfðu í Tyrklandi, voru
hvorki meira né minna en 9 þúsund
ára.