Úrval - 01.05.1976, Page 59

Úrval - 01.05.1976, Page 59
HÖFST MENNINGIN ALLT ANNARS STAÐAR? 57 til austurs, en ekki hina leiðina, eins og lengst af hefur verið slegið föstu. Þessi fornleifafræðilega bylting hófst, þegar kjarneðlisfræðingurinn Willard Libby tók árið 1949 að þróa aðferð til aldursákvörðunar með geislavirku kolvetni. Hann komst að því, að þegar neftrónur leika um kolvetnið í loftinu — og neftrónurn- ar myndast af geislum utan úr geimnum — umbreytast nokkur atóm kolvetnisins í hið geislavirka kolvetni 14, sem gengur í sambönd við súrefni og myndar koldíoxíð í andrúmsloftinu. Þetta koldíoxíð hag- nýta plöntur sér til vaxtar og viðgangs. Dýr éta plöntur eða önnur dýr, sem hafa étið plöntur, og þess vegna inniheldur allt líf tiltölulega samsvarandi magn af kolvetni 14 og andrúmsloftið. Þegar planta eða dýr deyja, hætta þessar lífverur að taka til sín geisla- virkt kolvetni, og það, sem þegar er í lífvefjunum, dofnar með mjög stöðl- uðum hraða. Með því að mæla þessa geislavirkni er þannig hægt að mæla aldur allra dauðra lífefna — trés, ösku, korns, býflugnavax, í vefnaði, hjartarhornum eða beinum — svo ekki skakkar nema fáum áratugum. NÝ ,,ÚR”. Fornleifafræðingar voru himinlif- andi yfir fyrstu kolvetnismælingun- um, því þær virtust sanna mestan hluta hinna gömlu „staðreynda. ” Hrifningin stóð þó ekki lengi. Ald- ursgreining með kolvetni 14 á elsta lífí jarðarinnar, aristatafurunum x Hvítufíöllum í Kaliforníu, þar sem nokkrar eru næstum 5000 ára, leiddu í ljós, að jörðin hefur fyrr meir orðið fyrir miklu meiri geislun utan úr geimnum heldur en nú er. Sam- kvæmt þessum niðurstöðum var reiknað út, að það, sem hafði verið aldursákvarðað til ársins 4000 fyrir Krist, var í rauninni sexhundruð árum eldra. Og með þessari nýju, endurbættu kolvetnisreikningsaðferð hrundi allur grundvöllur fyrir eldri tímasetningum frá fornsögulegum tíma. Kolvetnisaðferðin á þó sín tak- mörk. Henni verður til dæmis e'kki beitt á seináhöld, leirkerjabrot eða málmefni, og hún er heldur ekki ábyggileg þegar annars vegar eru lífræn efni, sem eru meira en fjöru- tíuþúsund ára gömul, því þá er of Iítið eftir af geislavirku kolvetni. En til þess að tímasetja þess háttar hluti hafa verið fundnar margar nýjar geislunaraðferðir, ný ,,úr” til að tímasetja áraþúsundir aftur í tímann. Þannig má nú tímasetja brot úr leirmunum með svokallaðri ,,hita- ljómunar” aðferð. Þá er mæld útgeislun hlutarins, þegar hann er hitaður að ákveðnu marki. Með þessari tækni hafa fornfræðingar við háskólasafnið í Fíladelfíu komist að því, að nokkur leirmunabrot, sem fundist höfðu í Tyrklandi, voru hvorki meira né minna en 9 þúsund ára.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.