Úrval - 01.05.1976, Qupperneq 61
HÖFST MENNINGIN ALLT ANNARS STAÐAR?
59
flutt um 40 kílómetra veg á bygging-
arstaðinn.
Alls er talið, að í Stonehenge hafí
farið meira en 18 milljónir vinnu-
stunda, og að verkið hafí tekið
mestan hluta af tíma íbúanna,
meðan það stóð. Aðeins er hægt að
leiða getum að því, hvers vegna ráðist
var í svo hrikalegt og erfítt verk.
Sennilega hefír Stonehenge verið
notað til trúarlegra athafna, þar sem
björgin himinhá hafí skipað veiga-
mikinn sess, því mannvirkið er
stjörnuathugunarstöð, gerð af stærð-
fræðilegri nákvæmni. Taki maður sér
stöðu í „miðsumardegi” í miðpunkti
Stonehenge, þegar sólin er í nyrstu
stöðu, sér maður hana koma upp yfír
„hælsteininn”. Onnur björg í þess-
ari merkilegu skeifu mæla ris og sig
sólar og tungls við sólhvörf. Það
leynir sér ekki, að þessir forn-
englendingar hafa verið stórkostlegir
stjarnfræðingar og stærðfræðingar,
fyrir utan það að þeir voru fráþærir
meistarar í byggingarlist. Og þeir
hafa verið kallaðir „villimenn!?”
MOSÍK OG MAMMÚTAR.
Kannski var lífið heldur ekki eins
hrátt og grátt hjá þessu fólki, eins og
álitið hefur verið. Greftrunarsiðir og
grafarnesti, sem hinir látnu urðu
aðnjótandi, leiðir í ljós, að trúað
hefur verið á einhvers konar annað
líf. í Sjanidarhellinum í írak hefur
fundist 50 þúsund ára þeinagrind af
Neanderdalsmanni, sem annar hand-
leggurinn hefur verið tekin af um
olnboga, meðan hann var á barns-
aldri, og þar á ofan var hann blindur
á öðru auga. Hann hefur því varla
getað verið sjálfum sér nógur en
hlýtur að hafa notið samhjálpar
félaga sinna, því hann náði háum
aldri, — varð fertugur. Mammúta-
veiðimennirnir í Dolni Vestonice í
Tékkóslóvakíu spiluðu á beinflautur
fyrir meira en 20 þúsund árum. í
helli í Norðurameríku fannst nokk-
uð, sem sýndi að umhyggjan fyrir
öðrum er ekki ný af nálinni: níu
þúsund ára gamiir barnasandalar,
fóðraðir með kanínuskinni til að fara
vel með unga fætur.
Fornminjafundir hafa verið stór-
kostlegir nú síðasta áratuginn, og þar
hafa nýjar og þróaðar leitaraðferðir
átt drjúgan hlut að máli. Fundist
hafa með hljóðbylgjum áður óþekkt
skipsflök og leifar mannabyggða,
sem nú liggja undir vatni eða sjó.
Með segulsviðsmælingum hefur ver-
ið unnt að kortleggja rústir af
byggingum djúpt í jörðu, eins og til
dæmis gríska bænum Sybaris á
Suðurítalíu, sem er frá 6. öld fyrir
Krist. Og loftmyndir hafa sýnt
minjar um jarðvinnu, vegi og þorp
undir ökrum nútímans.
Ógerlegt er að segja fyrir um, hve
langt aftur í rímann verður hægt að
rekja slóð mannsins og menningar-
skeiða hans. En við færumst sífellt
fíær þeirri skoðun, sem menn höfðu í
mesta sakleysi á 17. öld, þegar írski
erkibiskupinn Ussher og áhangendur
hans komust að því, með fyrstu