Úrval - 01.05.1976, Side 64
Að fræða! Hver mun hirða hér um fræði?
Heimskinginn gerir sig að vanaþræl.
Gleymd eru lýðnum landsins fornu kvæði.
Leirburðarstagl og holtaþokuvæl
fyllir nú breiða byggð með aumlegt þvaður.
Bragðdaufa rímu þylur vesæll maður.
Háðungarorð, sem eyrun Huldu særa,
ei skulu spilla ljóði vom meir.
Sendið þér annan, sanninn heim að færa
söngvumm yðar, Njörður, Þór og Freyr!
Og hver sá ás, sem ata þeir í kvæði,
eirðinni gleymi og hefni sín í bræði.
Sólfagra mey! Ég sé — nú leit minn andi
þanns seglið vatt í byrnum undan Skor
og aldrei síðan aftur bar að landi.
Eggert! ó hyggstu nú að leita vor?
Marblæju votri varpar sér af herðum
vandlætishetjan, sterkum búin gerðum.
Hvað er í heimi, Hulda, líf og andi,
hugsanir drottins sálum fjær og nær,
þar sem að bámr brjóta hval á sandi,
í brekku, þar sem fjallaljósið grær,
þar sem að háleit hugmynd leið sér brýtur?
Hann vissi það, er andi vor nú lítur.
Ó, Eggert! Þú varst ættarblóminn mesti
og ættarjarðar þinnar heill og ljós.
Blessuð sú stund, er fót hann aftur festi
á frjórri gmnd við breiðan sævarós.
Sólfagra mey! Hann svipast um með támm,
saltdrifin hetja, stigin upp af bámm.