Úrval - 01.05.1976, Síða 65
63
Hví er inn sterki út hafí bláu genginn
á hauður, sem í nætur faðmi þreyr?
Veit ég, að þegar værðin góða er fengin,
vinirnir gleyma að birtast framar meir.
Ó, hve hann hefur eftir þráð að líta
•ástarland sitt með tignarfaldinn hvíta.
Tárperlur bjartar titra þér í augum,
tindra þær gegnum fagurt lokkasafn,
sólfagra mey, því sjónar þinnar baugum
séður er aldrei kappi þessum jafn.
Þú elskar, Hulda, Eggert, foldar blóma,
ættjarðar minnar stoð og frænda sóma.
Ó, Eggert, hversu er þinn gangur fagur!
Otivist þín er vorðin löng og hörð.
Kær er mér, faðir, komu þinnar dagur.
Hann kyssir, Hulda, þína fósturjörð.
Sólfagra mey! Hann svipast um með tárum,
saltdrifin hetja, stigin upp af bárum.
Þú elskar hann - þess ann ég honum glaður.
Ástin er rík, og þú ert hennar dís.
Hér vil ég sitja, hér er okkar staður,
ó, Hulda, þar til sól úr ægi rís.
Hallaðu lokkahöfði bjarta þínu,
mln Hulda kær, að vinarbrjósti mínu.
Hann svipast um. Nú sefur allt í landi.
Svæft hefur móðir börnin stór og smá,
fífil í haga, hrafn á klettabandi,
hraustan á dúni, veikan fjölum á.
Hann svipast um í svölum næturvindi
um sund og völl að háum fíallatindi.