Úrval - 01.05.1976, Side 69
TÖFRANDIMALAYSÍA
67
þetta er auðug þjóð, meðaltekjur á
mann um 700 dollarar á ári og eru
það fjórðu hæstu meðaltekjur í Asíu.
Utflutningurinn, sem er aðallega tin,
timbur, gúmmí, pálmaolía, pipar og
alls konar iðnaðarvörur, nemur yfir 4
þúsund milljónum dollara á ári.
Malaysía er þannig mjög sjaldgæft
fyrirbrigði — þróunarríki, sem hefur
sloppið við valdarán og hernaðarbrölt
og er á framfarabraut.
Við skulum nú fara í 5000
kílómetra langa ferð um þetta dá-
samlega land. Ferðina hefjum við í
heimaborg minni, Johore Bahru, á
suðurodda Malajaskagans. Við höld-
um fyrst í norðausturátt eftir fornum
þjóðvegi og brátt birtast miklar
plantekrur beggja vegna vegarins.
Þessar plantekrur eru aðalauðlind
Malaysíu. Á aðra hönd eru gúmmítré
eins langt og augað eygir og á hina
óteljandi olíupálmar, sem eru frjó-
sömustu og arðbærustu tré sem um
getur. Úr pálmahnetunum fæst olía,
auðug af eggjahvítuefni, sem notað
er í ýmsar framleiðsluvörur svo sem
sápu og smjörlíki. Olíupálmar etu
taldir vera þrisvar sinnum arðbærari
en gúmmítré.
Allt í einu erum við stödd I einum
þéttast frumskógi jarðarinnar, þar
sem villtir fílar þramma, tígrisdýr
læðast og gráir apakettir hoppa yfir
þjóðveginn. í næstu andrá heyrist
þrumuhljóð og það skellur á slík
hellirigning, að vegurinn verður
samstundis einn vatnselgur. Það
tekur okkur margar klukkustundir að
komast í áfangastað, en það er
ströndin hjá Kuala Dungun, einhver
fallegasta strandlengja í veröldinni.
Ósnortin, gul sandfjaran, um 80
kílómetrar á lengd, liggur meðfram
bláu Kínahafinu, og á þessum
afskekktu slóðum liftr ein sjaldgæf-
asta dýrategund jarðarinnar — risa-
skjaldbaka, sem getur orðið hálf
smálest að þyngd og náð þúsund ára
aldri.
Lengra norður með ströndinni er
Kuala Trengganu, syfjulegur hafnar-
bær þar sem íbúarnir halda fugla-
konserta, skera út listaverk úr rekavið
og framleiða litskrúðug batikefni.
Enn norðar tekur við Kelantanríki,
þar sem bændurnir eru með gríðar-
stóra hatta, skera rísinn enn með sigð
og hreinsa brún grjónin í bambussíu.
Á veginum verður ekki þverfótað
fyrir hjólreiðamönnum, sem eru
hlaðnir kókoshnetum og fuglabúr-
um, en kvenfólkið er fótgangandi og
hylur andlitið með litfögrum
blæjum.
Skammt fyrir sunnan landamæri
Thailands er höfuðborgin Kota
Bharu, fræg um alla Malaysíu fyrir
basarinn sem þar er, en hann er
talinn taka öllum öðrum fram um
fjölbreytni og iðandi mannlífi. Hér er
allt á boðstólum sem hugsast getur,
vörur og þjónusta, allt frá skipsakker-
um til Kóransins í vasaútgáfu eða
gervitanna. Skorpnir stjörnuspá-
menn, skrifarar, grasalæknar og
töframenn keppa um hylli viðskipta-
vinanna við hrúgu af súrsuðum