Úrval - 01.05.1976, Side 69

Úrval - 01.05.1976, Side 69
TÖFRANDIMALAYSÍA 67 þetta er auðug þjóð, meðaltekjur á mann um 700 dollarar á ári og eru það fjórðu hæstu meðaltekjur í Asíu. Utflutningurinn, sem er aðallega tin, timbur, gúmmí, pálmaolía, pipar og alls konar iðnaðarvörur, nemur yfir 4 þúsund milljónum dollara á ári. Malaysía er þannig mjög sjaldgæft fyrirbrigði — þróunarríki, sem hefur sloppið við valdarán og hernaðarbrölt og er á framfarabraut. Við skulum nú fara í 5000 kílómetra langa ferð um þetta dá- samlega land. Ferðina hefjum við í heimaborg minni, Johore Bahru, á suðurodda Malajaskagans. Við höld- um fyrst í norðausturátt eftir fornum þjóðvegi og brátt birtast miklar plantekrur beggja vegna vegarins. Þessar plantekrur eru aðalauðlind Malaysíu. Á aðra hönd eru gúmmítré eins langt og augað eygir og á hina óteljandi olíupálmar, sem eru frjó- sömustu og arðbærustu tré sem um getur. Úr pálmahnetunum fæst olía, auðug af eggjahvítuefni, sem notað er í ýmsar framleiðsluvörur svo sem sápu og smjörlíki. Olíupálmar etu taldir vera þrisvar sinnum arðbærari en gúmmítré. Allt í einu erum við stödd I einum þéttast frumskógi jarðarinnar, þar sem villtir fílar þramma, tígrisdýr læðast og gráir apakettir hoppa yfir þjóðveginn. í næstu andrá heyrist þrumuhljóð og það skellur á slík hellirigning, að vegurinn verður samstundis einn vatnselgur. Það tekur okkur margar klukkustundir að komast í áfangastað, en það er ströndin hjá Kuala Dungun, einhver fallegasta strandlengja í veröldinni. Ósnortin, gul sandfjaran, um 80 kílómetrar á lengd, liggur meðfram bláu Kínahafinu, og á þessum afskekktu slóðum liftr ein sjaldgæf- asta dýrategund jarðarinnar — risa- skjaldbaka, sem getur orðið hálf smálest að þyngd og náð þúsund ára aldri. Lengra norður með ströndinni er Kuala Trengganu, syfjulegur hafnar- bær þar sem íbúarnir halda fugla- konserta, skera út listaverk úr rekavið og framleiða litskrúðug batikefni. Enn norðar tekur við Kelantanríki, þar sem bændurnir eru með gríðar- stóra hatta, skera rísinn enn með sigð og hreinsa brún grjónin í bambussíu. Á veginum verður ekki þverfótað fyrir hjólreiðamönnum, sem eru hlaðnir kókoshnetum og fuglabúr- um, en kvenfólkið er fótgangandi og hylur andlitið með litfögrum blæjum. Skammt fyrir sunnan landamæri Thailands er höfuðborgin Kota Bharu, fræg um alla Malaysíu fyrir basarinn sem þar er, en hann er talinn taka öllum öðrum fram um fjölbreytni og iðandi mannlífi. Hér er allt á boðstólum sem hugsast getur, vörur og þjónusta, allt frá skipsakker- um til Kóransins í vasaútgáfu eða gervitanna. Skorpnir stjörnuspá- menn, skrifarar, grasalæknar og töframenn keppa um hylli viðskipta- vinanna við hrúgu af súrsuðum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.