Úrval - 01.05.1976, Page 72
70
ÚRVAL
Öldum saman vissi enginn, hvað gera mœtti við
hvítagullið. Nú er það notað í aðskiljanlega
hluti.
HVlTAGULL
DÝRASTI MÁLMUR
I HEIMI
— Ronald Schiller —
*
*
*
Z
f þú hefur gaman af gát-
um, skaltu reyna að ráða
þessa: Hvað er sameig-
inlegt með tannfylling-
um, trúlofunarhringum,
gleraugum, brauðristum, bensíni,
trefjagleri, tilbúnum áburði og reyk-
hreinsitækjum, sem verða í flestum
bifreiðum af árgerð 1976?
Svar: I alla þessa hluti er notaður
einn dýrasti málmur jarðarinnar —
platína, öðru nafni hvítagull.
Flestir álíta að platína sé svo til
eingöngu notuð í skartgripi, en í
rauninni fara þrír fjórðu hlutar
heimsframleiðslunnar til iðnaðar.
Platínan hefur aukið framleiðsluna
og lækkað verðið á mörgum vöru-
tegundum svo sem matvælum, trefj-
um og eldsneyti. Hún er notuð í
flugvélar, skip, raftæki til heimilis-
nota og tölvur. Geimförin hefðu ekki
komist til tunglsins án hennar. Ef þú
þjáist af hjartasjúkdómi, getur svo
— Dr Mechanix 11lustrated —