Úrval - 01.05.1976, Side 85
ÞJOÐSAGAN DANIEL BOONE
83
Þetta var örugg leið til að ná í kjöt, en
í augum Daniels, sem var þeirrar
skoðunar að helgi hinnar villtu
náttúru krefðist þess, að maðurinn
legði kunnáttu sína og kænsku á móti
kænsku dýranna, var þessi aðferð
fyrirlitleg.
Ekki leið á löngu, þar til hann
flutti með fjölskyldu sína tii Brushy-
fjalla. Innan árs hafði hann flutt
tvívegis enn, en settist loks að við
mynni Bjóravíkur, um 20 kílómetra
frá Wilkesboro. Hér var hann í enn
villtara landslagi og nær fjöllunum
sem hann unni svo mjög.
En hann var eirðarlaus og óánægð-
ur. Hann var nærri þrjátíu og etns
árs, og drauminn um að flnna nýtt
land og nýtt líf bar hann enn í hjarta.
Flestir þeirra, sem bjuggu í útjöðr-
um bresku nýlendanna, voru engu
síður bændur en veiðimenn, og
aðeins fáir þeirra voru sama marki
brenndir og Boone, að yfirgefa
menninguna og fjölskyldu sína svo
langtímum skipti. Þessir menn voru
kallaðir „langveiðimenn.” Það voru
þeir, sem fyrstir hvítra manna sáu
óþekkt fljót og fjallagil, saltsteinana,
vísundaslóðirnar, dalina og gróðursæl,
engin handan hins byggða bóls. Þeir
gáfu stöðunum nöfn, sem við þekkj-