Úrval - 01.05.1976, Page 86

Úrval - 01.05.1976, Page 86
84 URVAL HERINN OG LÆKNAVÍSINDIN. Hermanni, sem barðist í her Georges Washington árið 1776, stafaði meiri hætta af sjúkdómum heldur en óvinunum. Þetta er niðurstaða rannsókna doktorsjonathans Erlen, sem lagt hefur stund á læknasögu. Hann telur, að fyrir hvern einn ameríkana, sem óvinunum tókst að fella í „amerísku byltingunni,” hafi níu látist af sjúkdómum. Meðal skæðustu sjúkdómanna má nefna blóðkreppusótt, taugaveiki, skyrbjúg, kóleru og lungnabólgu. Bresku herirnir voru svo sem ekki miklu hraustari. Eitt sinn voru um það bil tveir þriðju hlutar hers Charles Cornwallis veikir samrímis. Og þegar hermaður þessa tíma var orðinn krankur, voru lækningarnar harla frumstæðar og haldlitlar. Ekki minni maður en læknirinn Benjamin Rush, einn þeirra sem undirrituðu sjálfstæðis- yfirlýsinguna, mælti með blóðtöku sem aðal lækningaaðferð. Blóðtaka var, eins og nafnið bendir til, fólgin í því að vekja sjúklingunum blóð, venjulega með því að skera á æð með bitjárni, svokölluðum bíld. Lyf voru fábrotin og einkum brugguð af heimfengnum grösum, þar sem stríð kom í veg fyrir innflutning á hinum hefðbundnu lækninga- grösum frá Evrópu. Önnur lækningatæki voru líka frumstæð. A einu sviði náði þá ameríski herinn langt, en það var í bólusetningu gegn kúabólu, sem þá var á frumstigi. Washington lét bólusetja fimm hundiuð sinna manna við kúabólu, og létust aðeins fjórir þeirra af bólunni. Það er mjög lágt dánarhlutfall þegar annars vegar var sjúkdómur jafn skæður og kúabólan var þá. Herlæknar Washingtons voru yfirleitt illa menntaðir. Af 3500 læknum í nýlendunum vestan hafs voru aðeins 400 bærilega menntaðir, að dómi Erlens. Á sjöunda áratug átjándu aldar höfðu að vísu verið stofnaðir tveir læknaháskólar vestan hafs, en bestu læknarnir höfðu hlotið menntun sína við Edinborgarháskóla á Skotlandi. En þar sem lækningaleyfis var ekki krafist, töldu menn óþarfa að leggja í slíkt umstang til að verða læknar. Flestir réðust sem „lærlingar” til ,,lækna” og fengu vitnisburð hans að loknum ákveðnum námstíma. Og lærlingurinn varð aldrei betri en læknirinn, En Erlen telur jafnframt, að þetta hafi leitt til þess, að læknavísindin tóku stórstígum framförum vestan hafs. Upp úr þessari kröm spratt lyfjaiðnaðurinn, og slitin við breta leiddu til þess að amerískir áhugamenn á sviði iæknavísinda sneru sér meira að frönskum starfsbræðrum sínum, sem voru komnir lengra en bretar í þessum vísindum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.